Búnaðarrit - 01.01.1947, Blaðsíða 21
BÚNAÐARRIT
15
Búnaðarfélagsins að samræma launakjör starfsmanna
félagsins við hin nýju launalög, enda þótt starfsfólk
Búnaðarfélagsins væri ekki tekið inn i launalögin.
Allar launabreytingar voru staðfestar af ráðuneytinu
Hafa þær haft í för með sér nokkuð yfir 100 þúsund
króna útgjöld fyrir félagið bæði árin, frá því sem áður
var. Þótt ráðuneytið hafi að nokkru leyti greitt þann
halla, sem á þennan liátt varð á f járhagsáætlun félags-
ins, þá hefur félagið þó orðið að hera allveruleg út-
gjöld þess vegna.
Þá má í öðru lagi nefna þá breyting á visitölu fram-
færslukostnaðar, sem orðið hefur síðan fjárhagsáætl-
un félagsins var sett. Árið 1944 varð meðalvísitala árs-
ins 267 stig. Þegar Búnaðarþing afgreiddi fjárhags-
áætlun félagsins fyrir 1945 og 1946 í ársbyrjun 1945,
var reiknað með vísitölu 270 stig. Meðalvísitala árs-
ins 1945 varð 277 stig, en árið 1946 293 stig. En í jan-
úar 1947 er vísialan orðin 310 stig. Það er því aug-
ljóst, að hin síhækkandi vísitala hefur haft aukin út-
gjöld, eigi svo lítil, í för með sér, útgjöld, sem Bún-
aðarþing 1945 gerði ekki ráð fyrir. Snertir þetta jafnt
launagreiðslur og annan tilkostnað við starfrækslu
telagsins. Má þar sérstaklega nefna ferðakostnað
starfsmanna, sem fer sívaxandi. Þó greiðir félagið að-
eins 20 kr. dagpeninga, sem er miklu lægra en nokkur
stofnun önnur hérlendis greiðir starfsmönnum sínum
nii á ferðalögum.
Þá má loks nefna það, að stjórn Búnaðarfélagsins
hefur oi-ðið að fjölga starfsmönnum frá því, sem á-
ætlað var, þegar fjárhagsáætlunin var samiix. Frá því
er skýrt annars staðar í skýrslu þessari, hvers vegna
slikt var nauðsynlegt.
Hér verður látið staðar nurnið um fjárhag félags-
ins. Vísast að öðru leyti til reikninganna sjálfra, ásamt
þeim skýringum, sem jafnframt verða gefnar.