Búnaðarrit - 01.01.1947, Blaðsíða 167
B Ú N A Ð A R R I T
lfil
eftir og gera upp reilcninga fyrir sandgræðslugirðingu,
sem þar var gerð á landi Fellsmúla.
22. júlí fór ég austur í Skaftafellssýslu. Kynnti ég
mér rekstur sandgræðslustöðvanna þar, einkum í
Álftaveri og Vík í Mýrdal.
Þegar girt var í Vik, var sandfolc þar mikið, laus
sandur milli húsa og sandskaflar upp með veggjum
þeirra. Margir þorpsbúar töldu eina ráðið að rífa hús-
in og flytja hyggðina. Nú er viðhorfið að breytast.
Flestir þorpsbúar trúa því nú, að sandgræðslan í Vik
muni heppnast.
Tveir menn í Vík hafa unnið bezt að því máli, hver
á sinu sviði. Menn þessir eru þeir: Guðlaugur Jónsson
verzlunarmaður. Hann hefur annast um rekstur sand-
græðslunnar í Vík með áhuga og þrautseigju. Hinn er
Ásgeir L. Jónsson vatnsvirkjaráðunautur Búnaðarfé-
lags Islands. Hann vann að því, að byggður var sjó-
varnárgarður, svo að liægt var að stækka litla sand-
græðslugirðingu, sem fyrst var sett. Við stækkun sand-
græðslusvæðisins batnaði aðstaða sandgræðslufram-
kvæmda. Nú vfex gróður i girðingunni, sandfok minnk-
ar og menn sjá og skilja, að framþróun lífrænnar
náttúru græðir landið og bindur sandinn. Starfsemi
hennar þarf að styrkja, þar sem sandfokið herjar, svo
að ekki þurfi að rifa húsin og flytja byggðina burtu.
Skjólgarðar til varnar sandfoki voru gerðir í Vík,
Rangárvöllum og Landssveit. í þá var notað „bragga“-
járn, og reynist það víða vel, einkum þar sem sandfok
er mikið og fljótt fýkur að görðunum. Mest var unnið
að görðum í ágústmánuði og seplember.
I byrjun septembermánaðar var farið að safna mel-
fræi. Melurinn þroskaðist snemrna, því vcl hafði vorað.
Safnað var á s'jötta hundrað sekkjum, og er ]>að mest
all geyint í Gunnarsholti. Þar er miðstöð sandgræðsl-
unnar. Sandgræðsla íslands rekur þar dálítið bú, og
eru þar 10 kýr, 4 kvígur, 1 boli og 0 hestar, sem er
li