Búnaðarrit - 01.01.1947, Blaðsíða 84
78
B Ú N A Ð A R R I T
búfjárins að vetrinum. Hjalti Gestsson, búfræðingur,
mætti fyrir mig á nokkrum fundum og var með mér
á öðrum. Þakka ég honuin fyrir áhuga þann, sem
hann sýndi, góða samfylgd og aðstoð. Mjög var á-
nægjulegt að fylgjast með, hve hann, nýkominn frá
námi, hafði góð tök á að túlka áhugamál sín á sviði
húfjárræktarinnar og vekja áhuga fyrir þeim.
Á þessu ári voru eftirtalin hrossaræktarfélög stofn-
uð:
1. Hrossaræktarfélagið Trausti í Miðfirði, V.-Hún.
2. — Freyr í Hvolhreppi, Rang.
3. — Trausti í Torfalækjarhreppi, A.-Hún.
4. — Léttir i Miðfirði, V.-Hún.
5. — Hrímnir i Miðfirði, V.-Hún.
6. —• GJaður í Dalasýslu.
Ekkert fóðurbirgðafélag var stofnað á árinu.
Styrk samkv. búfjárræktarlögum fengu 53 hrossa-
ræktarfélög og 72 fóðurbirgðafélög.
Árið 1946.
Fyrstu mánuði ársins 1946 var ég að staðaldri í
Reykjavík og vann, auk venjulegra skrifstofustarfa,
að endurskoðun búfjárræktarlaganna með þeim Hall-
dóri Pálssyni og Hjalta Gestssyni. Enn fremur vann
ég að útvarpsfræðslustarfsemi félagsins. Haldin voru
17 erindi á vegum Búnaðarfélagsins og Garðyrkjufé-
lagsins, sem við höfðum samstarf við um erindaflutn-
ing. Það má þó segja, að starfsemi þessi hafi verið í
molum, aðallega vegna þess, hve erfiðlega hefur gengið
að semja við stjórn Ríkisútvarpsins um hentugan tíma
fyrir erindi um fagmál landbúnaðarins.
í aprílmánuði fór ég um Suðurland fyrir húreikn-
ingaskrifstofuna til að vinna að útbreiðslu á færslu
búreikninga. Ferðin har góðan árangur, þar sem 45
nýliðar hafa bætzt í hóp þeirra, sem þátt taka í þess-
ari þýðingarmiklu starfsemi fyrir bændur og búskap.