Búnaðarrit - 01.01.1947, Page 152
140
BÚNAÐARRIT
fyrirkomulag búpeningshúsa og annarra útihúsa. Var
ég kjörinn ritari þeirrar nefndar og hef gætt ýmissa
starfa á þeim vettvangi vegna fundahalda, ferðalaga
og bréfaskrifta.
3. Byggingaráðiinautsstarfsemi.
Vegna skrifa minna í Frejr um byggingar landbún-
aðarins og af því að ég um undanfarin ár hef starfað
við stofnun og hjá manni erlendis, sem hefur haft mjög
raikil afskipti af byggingamálum sveitanna, hefur það
orðið hlutskipti mitt að láta í Ijós skoðanir mínar á
ýmsum sviðum varðandi þessi efni i hópi þeirra, sem
að þessum málurn vinna vegna landbúnaðarins ís-
lenzka, og enn fremur hafa margir bændur komið til
mín eða beðið mig bréflega um ráð og teikningar eða
frujnuppdrætti að fyrirkomulagi peningshúsa. Hefur
þessi starfsemi verið svo umfangsmikil, einkum siðari
bluta ársins, að störf inin vegna Freys hlutu að verða
kvöldvinna.
Enda þótt ég eigi hafi verið kvaddur til þessa starfs
af aðilum þeim, sem ég er ráðinn starfsmaður hjá, hef
ég talið það skyldu mína að verða við tilmælum þess-
um frá tveim hliðum, að svo miklu leyti, sem tími og
tækifæri liafa boðið.
í þessu sambandi skal og þess getið, að ég hef liaft
allmörg verkefni til meðferðar fyrir aðila, sem undir-
búa framkvæmdir vegna samvinnuþvottahúsa, en því
máli hreyfði ég fyrst í útvarpi og á prenti veturinn
1945—46. Er almennur áhugi fyrir þessu málefni, og
verðuf framkvæmdum eflaust hrundið af stað innan
skainms, þar sem málið er lengst á veg komið.
í. Ritstörf.
Auk þess, sem ég hef ritað í Frey, hef ég skrifað
nokkrar greinar í erlend og innlend tímarit.
Þar að auki hef ég í tóinstundavinnu unnið að bók-