Búnaðarrit - 01.01.1947, Blaðsíða 142
136
BÚNAÐARRIT
voru þau tæki, er þurfti, og með vorinu 1946 var komin
upp sæðingastöð, sem að öllu jafnaðist á við þær, sem
beztar eru erlendis. Mun hún hafa kostað um eða yfir
20000 kr. og er ekki fullgerð enn. Styrks naut starfsem-
in bæði af sýslu, 12000 kr., og Kaupfél. Eyf., 12000 kr.,
en var að öðru leyti kostuð af mjólkursamsölunni
og sambandi nautgriparæktarfélaganna. Á árinu 1946,
eða frá því stöðin byrjaði, til áramóta, hafa verið
sæddar 460 kýr frá stöðinni, og hefur það gengið með
ágætum. Nú eru þar þrír menn, og hafa þeir fjögur
naut á stöðinni. Eitt þeirra er fullorðið, undan Huppu
12 á Kluflum. Það heilir Suðri, var upprunalega keypt
frá Kluftum til Mývatnssveitar og á þar nokkrar dæt-
ur, sem hafa reynzt vel. Hin eru ung, en vel ættuð, og
má gera sér vonir um, að þau reynist vel. En það
verður fyrsta verk sæðingastöðvanna, þar sem þær
koma, að reyna bezt ættuðu nautkálfana og þar með
finna þá allra bezlu. En til þess að þær geti það er
nauðsynlegt, að skýrsluhaldið hjá bændunum sé í lagi
og náttúi lega helzt líka fóðrunin. Þó má oft eftir
skýrslunuin finna beztu gripina, þótt fóðrunin sé mis-
jöfn, þegar þekkt er, hvernig hún er. En það, að skýrsl-
ur séu haldnar, mjólk og fóður vegið og fært vikulega
og mjólkin fitumæld sem oftast, eru skilyrði fyrir
því, að rétl reynsla fáist og sjáist á nautunum, en að
finna þau beztu þeirra og geta sætt beztu kýrnar, sem
undan á að ala lífkálfana, með sæði úr þeim, er frum-
skilyrði fyrir því, að bægt sé með sæðingu að bæta
lcúakynið.
Mjólkursamlagið á sæðingastöðina og leigir bana
með nautunum sambandi nautgriparæktarfélaganna.
Hér er bafið starf, sem merkilegl inun þvkja í bún-
aðarsögu okkar síðar, og ég er viss um, að með sam-
starfi þeirra Jónasar Kristjánssonar mjólkursamlags-
stjóra, Halldórs Guðlaugssonar, formanns sambands
nautgriparæktarfélaganna, og Hjartar Eldjárns ráðu-