Búnaðarrit - 01.01.1947, Blaðsíða 125
BÚNAÐARRIT
119
Um reynslu á Gullbrá \ísast til Búnaðarritsins LVIII.
árg. Undan Repp eru til 23 bornar kýr á skýrslu 1945.
Ein þeirra er fullmjólkandi, liafði ált annan kálf á
árinu 1944. En 9 af hinum báru öðrum kálfi á árinu
1945 og mjólka því árið 1945 sumpart eftir fyrsta
kálf og sumpart eftir annan. Þessar 10 dætur mjólk-
uðu að meðaltali 2990 kg, en fullorðnu kýrnar í fé-
laginu mjólkuðu þá 3033 kg, eða nokkru meira, en
munurinn er svo lítill, að víst má telja, að þessar dæt-
ur Repps taki meðalkú félagsins langt fram, þegar þær
ná fullum þroska. Og allar dætur Repps, sem fita hef-
ur verið mæld úr, en þær eru 23, liafa að meðaltali
3.93% feita mjólk og því feitari en mjólkin er úr
hreppnum, en 'hún er 3.07% feit. Það er því augljóst,
að Rcpp kemur til með að bæta kýr í Hraungerðis-
hreppi, verði hægl að tjónka við hann, en hann er
orðinn nokkuð illskeytinn, og kann það að einhverju
leyti að stafa af misjafnri meðferð.
Ekki sé ég ástæðu til þess hér að minnast á II. verðl.
nautin sérstakldga. Þau gefa mörg hezlu vonir, en ef
til vill þó beztar naut í FIjótshlíðinni, er Máni heitir,
eftir föður sínum, Mána á Kluftum, og Kolskjöldu í
Skipholti.
Af sérstökum sýningum vil ég drepa á sijninguna i
Hrunamannahreppnum. Þeir höfðu fengið Ríkarð
myndskera Jónsson til þess að skera út og skreyta for-
kunnar fagurt kýrhorn, er þeir skírðu „Huppuhorn'1
og skyldi það veitast þeim bónda, er ætti beztu kúna
á sýningunni. Upj)runalega lieimtaði ég að sýningar-
gripirnir yrðu allir að koma á einn stað, ef ég ætti með
dómnefndarmönnum að gera svo hárfínan samanburð.
Á því þóttu erfiðleikar, og var þá gefið eftir af mér að
nægjanlegt væri, að þær kýr, er ég teldi koma til
greina, kæmu á síðasta sýningarstaðinn. Sýningin var
svo á þrem stöðum. Var byrjað á Birtingaholli síðari
hluta laugardags. Þar mættu Rauðhetturnar í Birtinga-