Búnaðarrit - 01.01.1947, Blaðsíða 83
BÚNAÐARRIT
77
aðarfélagið, og hafði mér þá ávallt skilizt, að ég hefði
talsvert frjálsræði í málinu og ætlazt væri til, að ég
gerði það, sem ég teldi réttast. Búnaðarfélagið óttaðist
hins vegar, að ég mundi ekki halda nógu iniklu mjöli
eftir, en samkvæmt útreikningum mínum áttu að vera
afgangs 700—1000 tonn eftir að úthlutun hafði farið
fram, og taldi ég það nóg, þar sem mikið fiskimjöl
var til í landinu. Síðar kom í ljós, að afgangur þessi
var um 1000 tonn. Ég réðist því í að framfvlgja áform-
um mínum þrátt fyrir ágreining við Búnaðarfélagið,
þar sem mér var ljóst, að enginn hafði betri aðstöðu
til að vita, hvað bezt og réttast væri að gera. Var það
vegna aðstöðu minnar þar nyrðra og þeirra upplýsinga,
sem ég hafði aflað mér. Hins vegar var mér Ijóst, að
ef ég frestaði málinu og færi suður til Reykjavíkur
til að leggja það fyrir stjórn Bf. ísl., þá myndi slíkt
taka of langan tíma, og bátarnir myndu allir sigla
tómir sína leið. Mér til mikillar ánægju reyndist þetta
happadrýgri ráðstöfun en fyrirsjáanlegt var, þvi að
skömmu síðar skall á sjómannaverkfall, sem stóð svo
lengi, að mestur hluti mjölsins hefði ekki komizt til
hænda fyrr en uin eða eftir miðjan vetur, ef síldar-
bátarnir hefðu verið látnir sigla tómir frá verksmiðju-
stöðvunum norðanlands.
Að síðustu vil ég geta þess, að síldarmjölsskömmtun
þessi tókst vel, og engar misfellur komu fram eða
kvartanir, sem ekki var auðvelt að leiðrétta.
Um liaustið ferðaðist ég í flesta hreppa á Suður-
landi og hélt fundi um fóðrun, ásetningu og fóðurnýt-
ingu. Fundir þessir voru almennt betur sóttir en ég
lief vanizt, þar sem rtedd eru slík mál. Mér fyndist
því athugandi fyrir Búnaðarfélagið að taka upp þá
venju að láta halda fundi um fóðrun og meðferð bú-
fjár að haustinu til, jiví þá hygg ég, að bændur al-
mennt hafi mestan áhuga á að hlýða á þessi mál,
áður en þeir taka ákvarðanir um fóðrun og meðferð