Búnaðarrit - 01.01.1947, Blaðsíða 154
148
B Ú N A Ð A R R I T
aðarins starfar á árinn, liggur það auðvitað í hennar
hendi, en liinn tima ársins eru það allmargir, sem
komið hafa og óskað aðstoðar. Hef ég á tímabilinu
sept.—des. útvegað fl Dönum og þremur íslendingum
atvinnu við landbúnaðarstörf.
7. Stéttarsambnndið.
Auk þess, sem um er getið í sambandi við Frey og
skrifstofustörf, sem ég að nokkru hef unnið að á veg-
um Stéttarsambandsins, hef ég setið á fundum þess i
Reykjavík og á aðalfundinum á Hvanneyri, undirbúið
þá að meira eða minna leyti og þar að auki sinnt er-
indum þeim, sem einstakir menn eða félög hafa beinl
til sambandsins.
8. Ferðalög.
Hinn 24. maí fór ég áleiðis til Norðurlanda á vegum
Búnaðarfélagsins, Stéttarsambandsins og Freys.
Heimsótti ég í þeirri ferð landssýningu þá, sem
sænski búnaðarfélagsskapurinn bélt í Stokkbólmi, og
einnig landbúnaðarsýningu danskra búnaðarfélaga í
Kaupmannahöfn.
Þá sat ég aðalfund og 50 ára afmælishóf Bændafé-
iags Norðmanna, sem fulltrúi Búnaðarfélags íslands,
en því hafði verið boðið að senda mann á mót þetta.
Flutti ég þar lcveðju Búnaðarfélagsins og íslenzkrar
bændastéttar.
í Kaupmannahöfn atbugaði ég möguleika á því, að
til íslands gætu komizt Danir þeir, er þangað máttu
fara til landbúnaðarstarfa og leyfi höfðu til dvalar og
starfs á íslandi, en árangurinn af þeirri viðleitni var
algerlega neikvæður sökum farskorts.
Þá kynnti ég mér í þessari för framleiðslumál Norð-
urlandanna og viðhorf þeirra i félagsskap og athöfnum
með lilliti lil þess starfs og uppbyggingar, er biður nii
að lokinni styrjöld, þegar vænta má, að nýir starfs-
tímar og starfsaðferðir ryðji sér til rúms.