Búnaðarrit - 01.01.1947, Blaðsíða 101
BÚNAÐAKRIT
95
í nóvember og desember hafði ég unnið mikið að
því að skipuleggja væntanlega sæðisflutninga Hjart-
ar Eldjárns. Hafði ég samið við allmarga bændur í Ár-
nessýslu, Rangárvallasýslu vestan Ytri-Rangár, úr
Borgarfirði, Dölum og Snæfellsnesi, um að láta tækni-
frjóvga ær sínar með sæði úr hinum innfluttu hrút-
iim. En þar eð hrútarnir voru drepnir áður en sæðis-
flutningarnir áttu að byi’ja, kom þessi undirbúningur
að engu gagni.
Eftir að útséð varð um, að ekki fengist að láta hina
innfluttu hrúta lifa fram yfir fengitima og nota þá,
sneri ég mér að því að fá Hjört Eldjárn til þess að
vinna í nokkra daga að því að taka sæði úr Border
Leicester hrút og íslenzkum lirútum á fjárræktarbú-
inu á Hesti og flyja það sumpart vestur á Snæfells-
nes og sumpart suður í Árnessýslu. Vestan varnargirð-
ingarinnar á Snæfellsnesi voru engar kindur til af
B. L. kyni, en bændur þar hafa óskað eftir að fá að
flytja hrúta af því kyni þangað. Slikt hefur ekki verið
leyft, og var því heppilegast að reyna að bæta úr
þessu með sæðisflutningum.
Á Hesti er nú framúrskarandi hrútur, Spakur frá
Arnkötludal, og fleiri góðir hrútar. Hjörtur flutti sæði,
einkum úr Spak, en einnig úr fleiri hrútum á Hesti,
suður í Hreppa, Grímsnes og Biskupstungur.
Sigurður Eyjólfsson frá Fiskilæk annaðist um
tæknifrjóvgunina á Snæfellsnesi og notaði þar auk
B. L. sæðisins eitthvað af sæði úr Spak frá Arnkötlu-
dal.
Spakur frá Arnkötludal er einhver sá allra kosta-
mesti hrútur, sem til er á landinu.
Skrifstofan. Á skrifstofu minni hef ég unnið hlið-
stæð störf og áður. Mikill tími hefur eyðzt í viðtöl við
alla þá bændur og aðra, er komið bafa á skrifstofuna
til þess að ræða við mig um sauðfjárrækt o. fl. Ég hef