Búnaðarrit - 01.01.1947, Blaðsíða 180
174
BÚNAÐARRIT
voru þuð aðeins 9 danskir þegnar, sem réðust á vegum
ráðningaskrifstofunnar beinlínis, en kunnugt er henni
um fáeina aðra, sem réðust í sveit, án þess að koma
á ráðningastofuna, en hlutaðeigandi bændur hafa ósk-
að þess, að þetta fólk yrði tekið inn í þann hóp út-
lendinga, sem ráðningastofunni var leyft að ráða. Auk
þessa hefur ráðningastofan grun um, að eitthvað hafi
komið liingað til lands af fólki, sem leitað hafði til
Búnaðarfélagsins og hafi vistað sig hér -— og þá mest
til annarrar vinnu en sveitavinnu, — án þess að koma
til ráðningastofunnar, því að það er vitað, að setiö
var um að ná í vinnu strax á skipsfjöl, fólki, sem hing-
að kom frá útlöndum.
Með bréfi dags. 22. maí s. 1. tilkynnti landhúnaðar-
ráðuneytið ráðningaskrifstofunni, að komin væri —
fyrir milligöngu ísl. sendiráðsins í London — fyrir-
spurn frá stúdentaráði liáskólans í Edinhorg um at-
vinnu hér lil sjávar eða sveila, fyrir ótiltekna tölu
skozkra stúdenta. Eftir ábendingu í hréfi ráðuneytis-
ins setti ráðningastofan sig þegar í samhand við utan-
ríkisráðuneytið og óslcaði þess, að það leitaði þegar
upplýsinga um tölu stúdentanna, hvenær þeir vildu
koma og hversu lengi þeir vildu vinna hér. Jafnframt
óskaði ráðningastofan þess, að stúdentaráð háskól-
ans hér yrði bundið í málið, ef til kæmi, og hafði þá i
huga, að hentugt gæti verið, einkuin málsins vegna,
ef hægt væri að ráða skozku stúdentana á heimili
stúdenta hér.
Við eftirgrennslan kom í ljós, að allt að 50 skozkir
stúdentar voru fúsir til íslandsferðar fyrri hluta júli-
mánaðar og vildu vera hér til miðs septembermánað-
ar. Og spurzt var þá fyrir um vikukaup fyrir þá. Að
fengnum Jiessum upplýsingum birti ráðningastofan, í
samráði við formann Búnaðarfélags íslands, útvarps-
tilkynningu 21. og 22. júní um Jietta vinnuframboð og
hað J)á bændur, er þessu vildu sinna, að segja tafar-