Búnaðarrit - 01.01.1947, Blaðsíða 174
168
BÚNAÐARRIT
lokið síðast í júlí, og eftir það laut starfsemin því nær
eingöngu að erlendu verkafólki, þótt það kæmi ekki
fyrst til þá, eins og sjá má af því, sem síðar segir.
Til skýringar á töflu II vísast til þess, sem um til-
svarandi töflu segir i skýrslunni fyrir árin 1943 og
1944.
Yfirlit um og samanburð á hlutfallslegri eftirspurn
framboði og ráðningum þessi tvö ár má gera með því
að deila tölu skráðra bænda i samtölu hvers um sig,
eftirspurnar, framboðs og ráðninga. Kemur þá á hvern
jjunua: 1945 1946
í eftirspurn 1.32 1.25
- framboði 0.84 0.85
- ráðningum 0.67 0.60
Þessar tölur sýna, að hver skráður bóndi biður um
meira og fær hlutfallslega meiri úrlausn síðara árið,
en framboðið má beita bið sama bæði árin, hlutfalls-
lega.
Eins og verið hefur áður, var eftirspurnin þessi 2
ár mestöll af svæðinu frá Jökulsá á Sólheimasandi
vestur um að Haffjarðará, eins og sjá má af töflu III.
Taflan sýnir fyrra árið aðeins tölu skráðra bænda og
hversu margir þeirra fengu úrlausn, en síðara árið
er þetta sundurliðað svo sem taflan sýnir.
Sé þessi tafla borin saman við töflu I, þá kemur í
Ijós, að hér eru taldar nokkru fleiri ráðningar (183)
en þar (158), og kemur það til af því, að liér eru með-
taldar ráðningar, sem skráðir bændur fengu án beinn-
ar milligöngu ráðningastofunnar. Kunnugt er ráðn-
ingastofunni um, að nokkuð af skráðu verkafólki
réðist í sveit, án aðgerða hennar, en það er ekki talið
með hér, og um 14 frambjóðendur veit hún 1946, sem
afturkölluðu skráningu sína, og er það talið með ó-
ráðnu fólki á töflu II. Þá riftuðu nokkrir ráðningu og
eru ekki taldir hér.