Búnaðarrit - 01.01.1947, Blaðsíða 11
BÚNAÐARRIT
5
stofu Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík. Þingslit
fóru fram sunnudaginn 18. marz, og liafði þingið þá
staðið í 37 daga og haft 67 mál til meðferðar.
Búnaðarþingið 1945 ákvað, að auka-Búnaðarþing
skyldi kvatt saman síðari hluta sumars það sama ár,
aðallega vegna framleiðslumála og afurðasölumála
landbúnaðarins. Samkvæmt því var aukaþingið kvatt
saman og sett í baðstofu Iðnaðarmannafélagsins í
Reykjavík þriðjudaginn 7. ágúst kl. 10,15. Aukaþing
þetta stóð yfir í 7 daga, eða til 13. ágúst, og tók fyrir
7 mál.
Jarðræktarlögin.
Svo sem ákveðið er í jarðræktarlögunum liefur Bún-
aðarfélag íslands eftirlit með l'ramkvæmd þeirra fyrir
hönd ráðuneytisins. Trúnaðarmenn félagsins, sem
framkvæma mat og úttekt jarðabóta, eru starfsmenn
búnaðarsambandanna og taka kaup sitt hjá þeim.
Búnaðarfélag íslands gefur þeim erindisbréf og verð-
ur að samþykkja ráðningu þeirra.
Árin 1945 og 1946 hafa eftirtaldir menn gegnt trún-
aðarmannsstörfum lijá félaginu. Þar, sem ekkert ár-
tal er greint aftan við nafn mannsins, hefur viðkom-
andi maður farið ineð trúnaðarmannsstarf óslitið
bæði árin.
Hjá Búnaðarsambandi Kjalarnesþings:
Jóhann Jónasson, Reykjavík (1945).
Kristófer Grímsson, Reykjavík (1946).
Hjá Búnaðarsambandi Borgarfjarðar:
Kristján Guðmundsson, Indriðastöðum Skorradal.
Hjá Búnaðarsambandi Dala- og Snæfellsness:
Jóhannes Guðjónsson, Jónsnesi, Helgafellssveit.
Ásgeir Bjarnason, Ásgarði, Hvammshreppi (1945).
Guðm. Jónsson, Harðarbóli, Miðdalahreppi (1946).
Hjá Búnaðarsambandi Vestfjarða:
Óli H. Ananíasson, Hamarlandi, Reykhólasveit.
1