Búnaðarrit - 01.01.1947, Blaðsíða 62
56
B Ú N A Ð A R R I T
hörð veður. Lokið kornsáningu 7. maí og byrjað að
koma upp í ökrum 14.—18. Gróðri fór nfar illa fram,
svo að vart var kominn sauðgróður 10. maí. Sauð-
burður gekk víðasl vel. Kýr fyrst látnar út 13.—20.
maí og þá Iílil kúahagabeit komin. Kartöflur voru
fyrst settar um 20. og úr því. Tíðin óhagstæð allri
sprettu vegna þrálátra þurrka.
Sumarið (júní—september). Þurrt og í meðallagi
hlýtt í byrjun, en brá til votviðra, þegar sláttur liófst
almennt, og varð sumarið allt fram úr liófi óhagstætt
öflun og nýtingu alls jarðargróða.
Júni óvenjulega þurr. Hiti vel í meðallagi, en úr-
komur með allra minnsta móti. Grassprettu miðaði
hægt, svo að fénaður var yfirleitt illa haldinn, kartöfl-
ur komu upp í seinna lagi vegna vatnsskorts. Fyrstu
grösin sáust 17.—20. júní. Hætt að gefa kúm 17.—20.
júní. Sprettu á túnum og ökruin var lítið komið og
fyrir neðan meðallag um mánaðamótin júní—jxilí.
Júlí sólríkur með úrkomu yfir meðallag og góð hlý-
indi. Úrkomulaust fyrstu 2 vikurnar, þá þurrara í
bili, en votviðrasamt síðustu viku mánaðarins. Túna-
sláttur byrjaði í seinna lagi vegna vantandi sprettu.
20.—25. júlí var almennt byrjað að slá. Litið náðist
af töðu í mán., en Iá og liraktist. Bygg skreið um 12.
júlí og hafrar um 18. júlí.
Ágúst. Svipað tíðarfar og í fyrri mán., en að sínu
leyti verra hvað heyþurrk snerti. Víðast var mestur
hluti töðunnar óhirtur þar til eftir miðjan ágúst. Náðist
þá taðan hrakin og úr sér sprottin. Tíðin var mild og
hlý og oft mikið hrakningsveður, sjaldan mikil rign-
ing í einu, en tíð. Háliðagras varð fullþroska 17. ágúst
og túnvingull 25. s. m. eða með seinna móti, og átti
úrkoman hér mestan hlut að, korn náði ekki fullum
þroska í ágúst.
September einnig úrkomusamur í mesta lagi, en
hlýrri en venjulega. Engjaslætti víðast hætt 20. Víð-