Búnaðarrit - 01.01.1947, Blaðsíða 74
68
BÚNAÐARRIT
án þess :»6 leggjast í legu, gefa a6 vísu ekki mjög stórt
korn, en samt með föstum og góðum kjarna. Þau þurfa
álíka langan sprettutíma og Dönnesbygg, en eru örugg-
ari í ræktun. Eru nú til hér á búinu um 16 tn. af Sig-
urkorni, en þetta magn kom upp af 1 tn. útsæðis, eða
16-föld uppskera.
Sumarið 1946 voru 2 ný afbrigði af byggi reynd,
annað frá Svíþjóð, svo nefnd Eddakorn. Það reyndist
ágætlega í sumar, gefur stórt og fallegt korn, en hrædd-
ur er ég um, að það þoli ekki vel veður. Hilt afbrigðið,
Flojabygg frá Noregi reyndist einnig vel, gaf 12-falda
uppskeru, er fremur lágvaxið, en strástift og þroskast
6—10 dögum fyrr en Dönnesbygg.
Af nýjum hafraafbrigðum voru reynd í sumar
Stormgulhafrar og Somehafrar, bæði frá Svíþjóð.
Somehafrarnir eru dökkir, þroskast eins fljótt og Nið-
arhafrar, eru strástifir og gefa fallegt korn. Stormgul-
hafrar (dökkir) eru seinvaxnir og hafa smærra korn
en gefa ágæta uppskeru. Nokkur ný vorafbrigði voru
reynd í sumar, en náðu ekki fullum þroska.
AIIs var kornræktarlandið í sumar 7 ha. (3 lia.
hafrar, 4 ha. bygg). Uppskera hefur orðið fullar 150
tn., eða rúmar 21.4 tn. af ha., voru þó 10 dagsl. af
bygginu á landi, sem sáð var grasfræi í til túnræktar.
Allt kornið náðist prýðisvel þurrt í hlöðu. Um gæði
kornsins frá sumrinu 1946 er eigi vitað enn, en búast
má við, að það verði ágætt til útsæðis, vegna þess, hve
vel tókst með þurrkun á því.
Rannsóknir á korni þvi, sem framleitt var 1944 og
1945 fara hér á eftir:
Arið Í9U.
Tegund og afbrígði Sprettutími dagar 1000 korn VL Grómagn o/o
DönnesbygB, isl 129 34.2 92
B^’gg 0.5 129 39.2 84
Sölenbygg 125 31.7 64