Búnaðarrit - 01.01.1947, Blaðsíða 169
BÚNAÐARRIT
163
t. d. í hug Sigríðarstaðasandur milli Sigríðarstaðaóss
og Bjargóss í Vesturhópi í V.-Húnavatnssýslu.
Borgarsandur og Garðssandur inn af Skagafirði,
milli Héraðsvatna og Sauðárkrólts. — Að ógleymdum
sandinum inn af Skjálfandaflóa, milli Skjálfandafljóts
og Laxár. Sandfokssvæði það er á löndum jarðanna
Sands, Sílalækjar og Mýrarsels, sem eru yztir l)æir í
Aðaldal. Uppblæstri og sandfoki miðar allvel inn í dal-
inn, skógarlcjarr þar eyðist, — en bændur bíða með
framkvæmdir til þess að verjast landspjöllunum.
IV.
1. janúar 1946, eða við reikningsskil þeirra áramóta
mun hafa verið búið að verja til skipulagsbundinnar
sandgræðslu úr ríkissjóði í 40 ár (þ. e. frá 1906 til 1.
janúar 1946) 1470 þús. kr. Af þeirri upphæð átti Sand-
græðsla íslands við þau áramót ca. 220 þús. kr. i hús-
um, bifreiðum, verkfærum, girðingarefni, fræi og öðr-
um verðmætum. Til verklegra framkvæmda hefur þvi
verið varið til sandgræðslu á þessum árum ca. 1250
þús. lcr. úr ríkissjóði, og eru þar með talin öll vit-
gjöld, svo sem laun, ferðakostnaður, landakaup o. s.
frv. Þá var búið að gera um 425 km langar sand-
græðslugirðingar, og girt hafði verið ca 55 þús. ha.
stór landssvæði. Kostnaðarverð greilt úr ríkissjóði er
þvi til jafnaðar ca. 23 kr. pr. ha. á landi sandgræðslu-
svæðanna.
Sandgræðsla íslands á þá 5 byggð býli: Gunnarsholt,
Hróarslæk, Reyðarvatn, Bolholt í Rangárvallahreppi
og Klofa í Landmannahreppi. Einnig á hún ca. 30 þús.
ha. land í sandgræðslugirðingunum, og hennar eigin
girðingar eru um 220 km langar. Reisa mætti 6—7 ný-
býli á löndum hennar, 3—4 á Rangárvöllum og 2—3
í Landssveit .Auk þess er hægt að byggja nýbýli að
Strönd í Selvogi á sandgræðslusvæði Strandarkirkju.
Vert er að þetta sé athugað og sandgræðslan borin