Morgunn - 01.12.1924, Blaðsíða 8
118
MORGUNN
enga reynslu að hafa sjálfir — þó að ávalt sé gagn að reynsl-
unni. Það er sannanir einar, sem um er að tefla.
Sé sá mhöur til, sem getur lesið vandlega aðra eins reynslu
frá fyrstu hendi eins og „Researcli upon Spiritualism'‘ eftir
Crookes, þær tvær bækur, sem Crawford reit um líkamlegu
fyrirbrigðin, og þá kapítulana í æfisögu Wallace eftir sjálf-
an hann, sem eru um þetta mál, og ef samanburður á þess-
um skjölum sannfærir hann ekki um vitsmuni utan viS menn-
ina, þá held eg því fram, að hugur þess manns sé ekki í fullu
jafnvægi, og að hann sé ekki fær um að hugsa rökrétt.
En þegar þér eruð á annað borð komnir svo langt, að
þér hafið gert yður þess grein, að þér hafið náð sambandi
við vitsmunaverur utan við mennina, þá er það bersýnilega
svo eðlilegt, sem það getur verið, 'að þér spyrjið þær um
skoðanir þeirra á trúarlegum sannindum. í svörum þeirra
við þessum spurningum verða fólgin hin hreinsuðu og inn-
blásnu trúarbrögð framtíðarinnar, og það sýnir, hve mjög
mannkyniö hefir, eftir því sem aldirnar hafa liðið, gleymt
hinum fyrri boðskap og misskilið hann, mist af því sam-
félagi, sem er einmitt aðalatriðið í andlegum efnum.
Þetta er verkið, sem vér erum að vinna, og vei þeim
manni, sem veitir því mótstöðu af ráðnum hug! Oft kemur
dómurinn yfir hann hér á jörðunni. A næsta tilverustigi
kemur hann æfinlega. Þeir, sem hafa haft reynslu af starf-
semi hjálpræðis-fundanna1), vita, hvað satt eg segi. Ábyrgð
fylgir þessu máli, sem menn hafa enn ekki gert sér grein
fyrir. Menn gera sér í hugarlund, að þeir séu að dæma ósýni-
legan heim, þar sem sannleikurinn er sá, að ósýnilegur heim-
ur er að dæma þá.
En það, sem eg er að segja, á alls ekki við skynsama
x) Hjálpræðis-fundir (Rescue Circles) eru þeir fundir, þar sem
óþroskaðar sálir gera vart við sig, til þess að leita ráða og fræðslu
hjá lifandi körlum og konum, sem standa þeim ofar í andlegri þekk-
ingu. Einum fundi, sem hefir á sér einkenni slíkra tilrauna er lýst
í bók minni: „Ferðalög eins spírítistans." — A. C. D.