Morgunn - 01.12.1924, Side 13
MORGUNN
123
Eg liefi hlustað á spádóma, sem ræzt hafa skyndilega.
Eg hefi séð andlit „dauðra“ manna á ljósmyndaplötu,
sem engin liönd hafði komið við önnur en mín.
Eg hefi fengið með skrift konunnar minnar bækur fullar
af þekkingu, sem hún liafði alls eklci.
Eg hefi séð þunga hluti svífa í loftinu, ósnortna af manns-
höndum, og lilýða fyrirskipunum frá ósýnilegum starfs-
mönnum.
Eg hefi séð framliðna menn ganga um lierbergi í sæmi-
lega góöu ljósi og taka þátt í samræöum þeirra, sem viðstadd-
ir voru.
Eg hefi séS konu, sem enga æfingu liafði fengið, búa til
í einum svip, meðan hún var á valdi framliðins listamanns,
málverk, sem nú liangir í samln’æmissal mínum, og fáir lif-
andi málarar mundu liafa getað gert umbætur á því.
Eg hefi lesið bækur, sem hefðu getað verið eftir mikla
djúphyggjumenn og lærdómsmenn, en höfðu verið ritaðar af
ómentuðum mönnum, er störfuðu sem miölar fyrir ósýnilegar
vitsmunaverur, er stóðu þeim svo mikið ofar. Eg hefi
þekt orðfæri framliðins rithöfunds, sem enginn hefði getað
líkt eftir, og var með rithönd sjálfs hans.
Eg liefi hevrt söng, sem var fremri jarðneskum mætti,
•og blístur, sem ekki varð hlé á til þess að draga að sér andann.
Eg hefi séð hluti flutta úr fjarlægð inn í herbergi með
lokuðum liurðum og gluggum.
Ef nokkur maður gæti séð, heyrt og fnndiö þetta alt sam-
an, án þess að sannfærast um ósýnileg, skynsemi gædd öfl,
þá hefði hann fiúla ástæðu til þess að efast um, að hann
væri sjálfur með óskertum vitsmunum. Hvers vegna ætti liann
að hirða um þvaður ábyrgðarlausra blaðamanna, eða það, að
vísindamenn, sem enga revnslu liafa á málinu, hristi höfuð-
in, þegar hann liefir sjálfur fengið svo miklar sannanir? Þeir
eru börn í þessu efni, og ættu að setjast að fótum hans.
En þetta mál er ekki svo vaxið, aö menn geti rökrætt
það, eins og það sé laust við önnur mál og komi mönnum