Morgunn - 01.12.1924, Side 20
130
MORGUNN
og þessar breyta því með öllu, livernig litið er á lífið, og
snúa biniii gráu þoku dauðans upp í rósfagra dögun?
Þér kunnið að segja, að vér liöfum þegar alla þessa vissu
í hinni kristnu opinberun. ÞaS er satt, og þess vegna er það,
að vér erum ekki andvígir kristindóminum, svo lengi sem
hann er kenning hins lítilláta Krists og ekki kenning hroka-
fullra staðgöngumanna hans.
Allar myndir kristninnar eiga fulltrúa í fylkingum vor-
um; margir þeirra eru prestar í ýmsum trúarflokkum. En í
þeim skýringum álirærandi annan heim, sem standa í liinum
helgu ritum, er ekkert nákvæmt. Sú vitneskja, sem vér höf-
um fengið, lýsir himnaríki sem viðfeldnu starfi og viðfeldn-
um leik, með hvers konar hugar- og líkamsstarfsemi, er fer
fram á æðra sviði — liimnaríki listar, vísinda, vitsmuna, bar-
áttu við hið illa, heimilislífs, blóma, mikilla ferðalaga, íþrótta,
sálufélags, og fullkomins samræmis. Þetta er það, sem hinir
„dánu“ vinir vorir eru að lýsa.
Að hinu leytinu heyrum vér frá þeim, og stundum beina
leið, um víti, sem eru bráðabirgða hreinsunarsvið. Vér heyr-
um um þokurnar, myrkrið, tilgangslaust flakk, truflun hug-
arins og iðrunina.
„Ástand vort er hræðilegt,“ skrifaði einn þeirra til mín
nýlega á sambandsfundi. Þetta er í vorum augum verulegt
og ljóst og sannanlegt. Þess vegna erum vér afarmikill kraft-
ur til endurlífgunar sannri trú, og þess vegna fylgir því þung
ábyrgð fyrir prestana að berjast gegn oss.
Ekki er unt að hugsa sér, hver úrslita-áhrifin af þessu
verða á hinn vísindalega hugsunarhátt, nema þau, að upp-
spretta alls kraftar verði rakin fremur til andlegra en efnis-
kendra orsaka.
Á trúarsviðinu kunna menn ef til vill að sjá ofurlítið
greinilegar. Guðfræðin og kreddurnar hverfa úr sögunni.
Menn mundu fara að gera sér þess grein, að önnur eins
atriði og talan á persónum guðdómsins, eða það, með hverj-
um hætti fæðing Krists hafi gerst, skifta alls engu máli um
þroskun mannsandans, sem er eini tilgangur lífsins.