Morgunn - 01.12.1924, Page 23
M 0 E G U N N
133
Þetta var rödd föður míns. Eg leit við og sá þá, hvar
f'aðir mirni kom lilaupandi heiman frá bænum. Eg varö mjög
óttaslegin og fór aö hágráta. En þegar eg leit aftur, var hinn
pabbinn horfinn.
Eg verð að geta þess, að liann var að öllu leyti eins
klæddur og faðir minn, í dökkum frakkafötum, með alveg eins
húfu og hvítt brjóst. Líka var hann mjög gildvaxinn, eins og
faðir minn var.
Faðir minn var mjög þungbúinn. En hann sagði mér, að
eg þyrfti ekkert að vera hrædd. Eg hefði víst gleymt að signa
mig í morgun. Eg skyldi aldrei gleyma því oftar; þá gæti
ekkert grandað mér. Síðan kraup hann á kné, lagði hönd á
höfuð mér og baðst fyrir. Síðan hefi eg aldrei hrædd orðið.
Eftir þetta trúði eg föður mínum einum fyrir öllu, sem
fyrir mig bar. Hann bannaði mér að segja öðrum frá noklturu,
sem eg sæi, fyr en eg væri orðin stór. En þegar eg var 8 ára,
dó liann. Fráfall hans varð fyrsta og dýpsta og helgasta sorg
lífs míns.
Þessu erindi hefi eg flokkað niður í þrent: drauma, fjar-
Jirif og sýnir. Eg leyfi mér aö byrja á nokkurum draumum.
Stra Jón Björnsson.
Veturinn 1892 var eg á Eyrarbakka. Nóttina milli 3. og 4.
marz dreymdi mig, að eg þóttist heyra barið á gluggann hjá
mér. Eg þykist líta út og sé, að þetta er maður, sem Guð-
mundur heitir, bóndi í Sandgerði á Eyrarbakka. Hann segist
sendur frá Nielsen verzlunarstjóra að láta mig vita, að það
eigi aö hringja ldrkjuklukkunum. Eg skuli ekkert láta mér
verða bylt við; það eigi að fara fram athöfn í kirkjunni, sem
ekki hafi farið þar fram fyr. (Kirkjan var þá nýreist, og aldrei
hafði þá lík verið borið inn í liana). Þá fer hann. «
Litlu síðar þykist eg heyra að farið er að hringja. Eg
þykist hugsa, að eg skuli klæða mig og fara vestur í ltirkju
(sem var örstutt frá). Eg þykist gjöra það.
En þegar eg kem að kirkjunni, er þar svo mikill mann-
f jöldi, að hvergi nærri komst inn. Samt tróð eg mér inn í dyra-