Morgunn - 01.12.1924, Síða 24
134
MORGUNN
bekkinn og settist þar. Mér þykir kirkjan öll sorgarklædd og
mest furðaði eg mig á því, að í prédikunarstólnum lá stórt
bliknað blóm. Eg þykist engan prest sjá, en veit þó, aS einbver
guðsþjónusta verði haldin. í þessum svifum þykir mér kirkjan
fyllast af svo undarlega angurblíðum hljómbylgjum, sem mér
virðast þó koma frá ómælanlegri fjarlægð, og svo kynlega
bregður við, að kirkjustafninn yfir altarinu verður himinhár,
og þar uppi þykist eg sjá lyftingu. Fyrir henni miðri þykir
mér drottinn sjálfur sitja í hásæti, og út frá honum sitja í
hálfhring á báðar hliðar margir óumræðilega tignarlegir öld-
ungar. Mér þykir sem geislastraumar frá hásætinu svífi yfir
þeim öllum.
En frammi fyrir hásætinu stendur sóknarpresturinn okkar,.
síra Jón Björnsson, einmana og dapurlegur. Eg þykist vita,
að hann standi þarna fyrir rétti, og eg þykist biðja guð heitt
og innilega í huga mínum að hjálpa honum.
Þá þykir mér Kristur koma og standa viö hlið honum og
líta svo óumræðilega ástúðlega til hans, sem í hásætinu sat.
Drottinn sjálfur gengur þá fram, réttir síra Jóni höndina og
segir með ólýsanlegri ástúð og valdi: „Sonur! Þér eru þínar
syndir fyrirgefnar. Gakk inn í fögnuð herra þíns!“
Yið þessi orð vaknaði eg. Þá sló klukkan mín 2. Eg var
svo þreytt og í svo einkennilegu ástandi, að eg var lengi að
átta mig á því, að eg væri í raun og veru í rúminu mínu; mér
fanst eg vera í svo einkennilegri fjarlægð.
Næsta morgun skrifaði eg drauminn hjá mér. Nokkurum
dögum síðar sagði eg tveimur merkum vinkonum mínum
drauminn, frú Ástríði Guðmundsdóttur, sem nú er látin, og-
frú Kristínu Jónsdóttur í Merkigarði á Eyrarbakka, sem enn
er á lífi. Þær héldu báðar dyggilega loforð sín að halda-
draumnum leyndum. Því að auðráðinn virtist liann vera.
Þann 2. maí sama voriS rættist þessi draumur, sem hér
segir:
Þennan dag var yndislegt veður. Þá var haldið uppboð á
ýmsum varningi frá Lefolisverzlun á Eyrarbakka. Síra Jón