Morgunn - 01.12.1924, Page 25
MORGUNN
135
Björnsson, þá prestur að Eyrarbakka og Stokkseyri, var þar
á gangi og talaði við ýmsa kunningja sína. Hann virtist venju
fremur glaðlegur, en hafði um nokkuð langan tíma verið mjög
heilsubilaður. Svo rölti hann sem leið liggur út sandinn og út
undir Ölfusá. En hann kom ekki aftur.
Bráðlega var farið að skygnast eftir honum. En liann
fanst ekki. Spor hans sáust á eyri út við ána og annaö ekki.
Hans var því leitað um nóttina og loks fanst hann skamt fyrir
neðan flæSarmáliö, þegar fjaraði út.
Þá var hann auðvitaS örendur. Pátt segir af einum. Senni-
lega hefir hann annaðhvort orðið bráðkvaddur eða fengið
aðsvif.
Þessa sömu nótt vakna eg við það, að barið er í gluggann
hjá mér, eins og í draumnum um veturinn. Þar stendur þessi
sami maður, Gr'uðmundur í Sandgerði, og segir mér, að Nielsen
verzlunarstjóri hafi sent sig, til þess að vekja bæði mig og
aðra í næstu húsum, svo að mönnum yrði ekki bylt við. Það
eigi að hringja kirkjuklukkunum. Nú sé síra Jón fundinn ör-
endur. Það eigi að bera liann í kirkjuna og liringja klukkun-
um, á meðan líkið verði borið inn.
Með þessum hætti rættist þá þessi draumur.
Elctavírskrossinn.
Fyrsta hjúskaparár mitt með seinni manninum dreymir
mig, að eg sé búin að setja á mig nýja svuntu. Eg þykist líta
í spegil, og sé þá, að framan á svuntunni er stór og logagyltur
ektavírskross. Mér þykir þetta mjög kynlegt, en hugsa sem svo :
Ekki skal eg láta mér þykja sí'ður vænt um svuntuna fyrir
krossinn, því að sá, áem lagði hann á, ætlast víst til þess að eg
beri hann.
Draumurinn var ekki lengri.
Nokkru síðar varð eg þess vör, að eg var kona ekki ein-
sömul, og á ákveðnum tíma ól eg stórt og fagurt stúlkubarn.
Sú stúlka hét Ásta. Hún liföi hér eitt ár og fjórtán daga.
Burtför hennar varð okkur foreldrunum sár harmur.
Eg hygg, að krossinn á svuntunni minni hafi bent til þess.