Morgunn - 01.12.1924, Page 30
140
MORGTJNH
„Sælt og blessaS £ólkiS.“
Nú bar þá fundum okkar aftur saman eftir fjölda mörg
ár. Eg varð aS segja benni alt af högum mínum, svo sem hvar
eg byggi, hvernig herbergjaskipun væri í húsum mínum, hvern-
ig húsmuni eg ætti, hvar við hjónin svæfum o. s. frv. Þegar
þessi skýrsla var fengin, brosir hún og segir:
„Nú sé eg bara lieim til þín, og nú ertu loks orðin sólar-
megin í ldfinu.“
Þegar eg fór, komst hún að eins fram að dyrastafnum.
Þar kvaddi eg hana. Hún segir þá:
„Þú yrkir nú eitt erindi, þegar þú fréttir látið mitt.“
„Ekki gæti það nú orðið grafskrift," sagði eg. „Og svo
■er óvíst, hvor annan grefur. En þó að eg lifði þig, er óvíst,
hvort eg frétti látið þitt, fyr en þú verður bœði dáin og
grafin/ ‘
Hún brosir þá, eins og lienni var lagiö, og segir í mjög
léttu gamni:
„Ætli eg gæti ekki látið þig vita V ‘
Þá kvöddumst við, og eg tók þetta sem livert annað gaman
frá hennar hálfu. Þetta var seint í júlí.
Eg verð að geta þess, að þetta sumar sváfum við hjónin
í austurenda hússins uppi á lofti. En um liaustiö fluttist kunn-
ingjakona okkar ofan úr sveit til okkar, og leigðum við henni
svefnherbergiö okkar, en fluttum oklcur sjálf í minna herbergi
í vesturendanum á húsinu.
Einn morgun um veturinn, 25. janúar, kemur liún inn til
mín og segir, að sig hafi dreymt í nótt, að barið væri á
gluggann hjá sér. Hún þ.vkist líta út og sér þá mjög laglega
konu fyrir utan gluggann. Ilenni þykir hún lieilsa og segja:
„Sælt og blessað fólkið.“
Síðan horfir hún inn um gluggann og segir:
„Er þetta ekki svefnherbergið hennar Maríu?“
„Nei,“ þykist hún segja.
„Þetta er víst hennar herbergi,“ segir ókunna konan.
„Nei,“ hún er flutt í vesturherbergið.
„Jæja,“ segir aðkomukonan. Eg bið þá að heilsa henni.“