Morgunn - 01.12.1924, Side 43
MORGUNN
153
<eitt af ])eim mörgu, sem eru sífelt að koma fyrir. Þaö kom
lyrir erlendis nýlega.
Barn var sent niður af lofti, til þess að kalla á afa sinn,
;sem bjó í herbergi niðri. Það átti að biðja hann að koma, til
þess að neyta kveldverðar. En barnið kom aftur og sagðist
ekki komast inn í herbergið til hans afa, því að þaS væri fult
af englum. Fullorðna fólkið var hissa á tali barnsins. Eitt-
hvað af því fór þá niður og fann afa þar sitjandi andaðan í
hægindastólnum. Hvað var það, sem barnið sá? ,,Og er þær
;skildu ekkert í þessu, stóðu alt í einu tveir menn hjá þeim í
skínandi klæðum.“ Var það ekki hið sama, sem gerðist þarna
í herberginu hans afa, og það, er konurnar sáu viS gröf Krists?
Eg sný mér að annari tegund yðar. í þeim hóp kunna
.að vera fleiri en mig grunar. Það eru liinir efagjörnu og hik-
andi. Að vísu eruð þér komnir út að gröfinni, en yður finst
■ekki þér bera neitt það í barmi, sem líkja megi við ilmjurtir
kvennanna. Lífið er yður óráðin gáta, villugjarnt völundar-
hús. Stundum standið þér ráðþrota. Eg skil yður. Eg hefi oft
staðið ráðþrota sjálfur. Eg kannast við þunglyndi yðar, þeg-
ar tekur fyrir alt eiginlegt útsýni og þér sjáið engan skynsam-
legan tilgang í tilverunni og yður finst jafnvel lífið alt ætla
að fara í mola, eða þér ætlið að gefast upp á glímunni við
•erfiðleikana. Þér finst, vinur minn, þú engin smyrsl né ilm-
jurtir eiga. Þú hafir ekki undirbúið neitt slíkt. Þér varð að
eins reikað hingað af vana;þú lézt berast með straumnum.
Ertu nú alveg viss um það? Bak við efann liggur oft leynd
þrá. Hik þitt stafar af því, að þú liefir aldrei getað fengið
nægilega vissu um það, sem þér fanst standa mest á. Þú efast
enn um, hver sé tilgangur lífsins. Þú ert eins og Tómas, þú
þekkir ekki veginn. Þig vantar fulla sannfæring um æðra
líf. 0g hvernig ættir þú að skilja tilgang þessa lífs án viss-
unnar um æðri veröld ? En vel má vera, að þú eigir sannleiks-
ást og þekkingarþrá efamannsins. Kom með það að gröf Krists!
Vel má vera, að sannari elska til Krists felist 1 hjarta þínu en
margra þeirra, er játa trú á hann hugsunarlaust. Sé svo, þá