Morgunn - 01.12.1924, Page 48
158
MORGUNN
þolinmæði yðar. Og önnur bót í máli, að mjer finst það ekki
eptir því lítilsvert að efni. Það er nefnilega ekki eftir sjálf-
an mig.
Forseta er kunnugt um, hvað það er, og honum þótti það
þess vert, að láta heyra það hjer, og álit hans um það nægði
mjer til þess, a<5 jeg vildi ekki skorast undan að leggja þenn-
an litla skerf til fundarathafna vorra.
Á síðasta fundi ljet jeg mjer þau ummæli um munn fara,
að það væri áreiðanlega sannað, að fyrirbrigði sálarrannsókn-
anna gjörast, að þau sjeu raunveruleg, svo a<5 jafvel þó
að t. d. Einer Nielsen hefði orðið hjer ber að prettum, þá
gæti það ekki haft þau áhrif, að hrekja það ofurmagn sann-
ananna, sem þegar er fyrir hendi, því að þau svilc, sem orðið
hafa uppvís — að því er margir ætla meira eða minna ósjálf-
rátt, hvort sem svo er eða ekki — eru hverfandi í allri þeirri
mergð.
Reyndar mun óþarft að tala um, að þau sjeu vísinda-
lega sönnuð, nóg að segja, að raunveruleiki þeirra sje full-
sannaður, hvað sem hinu lfður, af hverju þau stafa. Út í
það fer jeg ekki neitt hjer.
Og sje einhver raunveruleiki sannaður, þá getur víst
að því leyti ekkert verið því til fyrirstöðu, að hann verði við-
fangsefni vísindanna, ef hann að öðru leyti er þess verður.
Og að þessi raunveruleiki, sálarrannsóknafyrirbrigðin, sjeu
það, Skil jeg ekki að geti orkað tvímælis, þótt ekki sje vegna
annars, en þeirrar feilmar hreifingar, sem hann hefur komið
á hugi manna og áhrifa hans á andlegt líf.
En nú er það að vísu svo, að hin rjetttrúuðu vísindi munu
enn ekki hafa kannast við málið, sem það viðfangsefni, er
þeim sje skylt að taka að sjer og gefast eldd upp við fremur
en önnur viðfangsefni sín, fyrri en komið er að fastri niður-
stöðu. Áhuginn virðist þar snúast mest að því, að finna sann-
anir fyrir því að fyrirbrigðin gjörist ekki eða sjeu ekki ann-
að en svik, en ekki að hinu, að uppfylla þau skilyrði, sem
þarf til að fyrirbrigðin geti gjörzt, ef annars nokkur hæfa
sje fyrir þeim, til þess að allt geti orðið rannsakað til hlítar