Morgunn - 01.12.1924, Síða 51
MORGUNN
161
Þá skal jeg leyfa mjer aS lesa greinina. Fyrirsögnin er
NÝ YÍSINDI.
Hið síðasta ár hafa sálarrannsóknirnar á ritum og hjá
almenningi vaki'S á sjer stöðuga athygli.
Blaðagreinar, ritgjörðir, eptirgrennslunarviðtöl, deilur og
útbreiddar bækur rekur hvað annað og æsir forvitnina án
þess að seðja hana.
Það er af því, að með mjög heiðarlegum undantekning-
um bera þessi rit vott um fullkomið þekkingarleysi á liin-
um nýju vísindum, um algjört áliugaleysi eða um gagngerða
óvild.
Yjer liöfum beSið doktor Gustave Geley, sem um 25 ár
hefur haft að sjeriðkun rannsókn þessara nýju fyrirbrigða,
að hann góðfúslega vildi skýra frá þeim og, ef unnt værí, út-
skýra þau fyrir lesendum vorum.
Þó að Le Figaro sje hlutlaust um þetta, birtir það í dag
ummæli hans, án þess að leggja það til við lesendurna, að
þeir dríigi af því nokkra eigin ályktun. Það ætlar sjer ekki
annað en að veita upplýsingar um undarlegar staðreyndir og
svara fjölda fyrirspurna, sem daglega eru lagðar fyrir það.
Sálarrannsóknirnar eru vísindaleg atliugun á nokkrum
fyrirbrigðum sálfræðilegs og líffræðilegs eðlis, sem ekki verða
skýrð með þeirri þekking, sem nú er ráðið yfir.
Jeg segi vísindaleg athugun. Það, sem um er að ræða, er
ákveðnar staðreyndir, sem athugaðar hafa verið með sömu
strangraungæfu aðferðum, sem beitt er við aðrar vísinda-
iðkanir.
Frá upprunalegu tilraunastigi koma þessar staðreyndir
smórn saman í ljós. Þær hafa verið flokkaðar og óhætt er að
segja, að þær eru orðnar afhjúpaðar yfirnáttúrlegu útliti sínu.
Sá misskilningur og auðtrúa hugmyndareik, sem loðir við
sálarrannsóknirnar, á blátt áfram rót sína að rekja til upp-
runa þeirra.
11