Morgunn - 01.12.1924, Side 52
162
MORGUNN
Sálarrannsókmrnar eru runnar frá dulfræðinni á sama
Mtt og efnafræðin er runnin frá efnagerðarfræðinni (alchemi).
Lengi munu enn þá verða dulfræðiiðkendur (það er tals-
vert til a£ efnlagerðariðkendum!). En þaS er jafn órjettlátt
■og fráleitt að blanda lærisveinum Crookes og Richets saman
við trúaða áhangendur dultrúarflokkanna eins og það væri
að blanda siaman lærisveinum Lavoisiers1) og þeim sem þrá-
látlega fást við að finna vizkusteininn.2)
Vissan um, að fyrirbrigði sálarrannsóknanna sjeu raun-
veruleg, er staðfest af einróma áliti vísindamanna, sem hafa
lagt á sig þá fyrirhöfn, að gjöra alvarlegar tilraunir. Það er
okki til nokkur vísindamaður eða flokkur vísindamanna, sem,
eptir að hafa varið þeim tíma til athugananna og fyrirhöfn,
sem óhjákvæmilegt er, hafi lýst yfir þeirri ályktun: fyrir-
brigði sálarrannsóknanna gjörast ekki.
Lesandinn kann að koma með þá mótbáru: „En tilraun-
irnar á Sorbonneskólanum ?“ 3)
Svarið er auðvelt. Þessar tilraunir voru ónógar, þó að
ekki sje farið eptir öðru en hinni opinberu skýrslu um þær
•og eklri talað um hinar alvarlegu aðfinnslur, sem Mme Bisson,
er var sjálf sjónarvottur, liefur nýlega látið uppi. Þær fóru
fram á 13 tilraunafundum að eins. Af 4 tilraunamönnum
fylgdist einn að eins með á öllum fundunum, tvo vantaði
á helminginn af þeim og einn kom einungis á hinn fyrsta.
Þessir vísindamenn liöfðu látinn áhuga á starfi sínu.
'Skoðun þeirra var ákveðin fyrir fram og þeir hafa vanrækt
að búa sig undir þau skilyrði, sem óhjákvæmileg voru til árang-
urs. Á móti 13 árangurslausum tilraunafundum Sorbonneskól-
ans má skipa hundruðum af fundum með árangri, sem haldn-
4) Nafnfrægur franskur efnafræðingur, tekinn af lífi í stjóm-
arbyltingunni 1794. Fann nýjar aðferðir í efnafræði og með þeim
frumefnin og lagði grundvöllinn að nýrri tíma efnafræði.
z) Alkemían hafði fyrir markmið að finna vizkusteininn, efni
eða meðal til að breyta ódýrum málmum í gull.
8) pessar tilraunir fóru fram 20. marz — 23. júní 1923.