Morgunn - 01.12.1924, Síða 53
MORGUNN
163
ir liafa verið af vísindamönnum frá öllum löndum með ná-
kvæmlega sömu skilyrðum fyrir ströngu eptirliti. Má þar til
nefna Croolces, einn hinn skarpgáfaðasta mann, sem nokkru
sinni hefur verið; herra William Bax-rett, prófessoranla Craw-
ford, Zöllner, Morselli, hinn fræga ítalska sáleðlisfræðing,
Bottazzi, Foa, Lueiani Schiaparelli, Flournoy, Lombroso, Ch.
Richet, M. A. de Gramont, doktor Gibier, doktor Ochorowicz,
doktor Schrenck Notzing o. s. frv.
Svo að ekki sje farið út í annað en samtíma tilraunir, þá
má og verður gagnvart tilraunum Sorbonneskólans að telja
þrjá stóra flokka af tilraunafundum:
Það eru fundir almennu sálfræðistofnunarinnar, (l’In-
stitut général psycliologique), sem stóðu yfir í 3 ár (1905, 6
og 7), sýningarfundir doktors Schrenck-Notzings, sem stóðu
yfir eitt ár, og fundir alþjóða sálarrannsóknastofnunarinnar
(l’Institut metapsychique international) (1920—23).
Á fundum almennu sálfræðistofnunarinnar voru aðal-
rannsóknamennirnir þeir d’ Arsonval, Gilbert Ballet, Bergson,
Curie, Richet, de Gramont. Það verður að lesa hina hraðrit-
uðu skýrslu, til þess að skilja hve stórmikla þýðingu þessir
fundir höföu og úrslitagildi.
Sýningarfundir Schrenck-Notzings í Múnchen leiddu til
þess að nálega hundrað vísindamenn ljetu sannfærast, sem all-
ir voru algjörlega vantrúaðir á fyrirbrigðin og nokkrir bein-
línis óvinveittir þeim.
Sannfæring þessara manna var einróma. Enginn liinna
xnörgu samvei-kamanna Schrenck-Notzings hefur færzt undan
að bera afdráttarlaust vitni.
Tilraunir alþjóða sálarrannsóknastofnunarinnar fóru
fram í tveim köflum, fundirnir með miðlinum Franck Kluski
1921 og sýningafundirnir með miðlinum Jean Gusik 1922—23.
Þessir síðarnefndu fundir, sem voru 30 á árinu 1922 og
50 á árinu 1923 höfðu þann árangur, að sannfæra, auk fjölda
af hátt standandi mönnum í París, 34 vísindamenn eða fram-
■úrskarandi rithöfunda, og skulum vjer af þeim nefna þessa
11*