Morgunn - 01.12.1924, Blaðsíða 54
164
MORGUNN
í stafrofsröð (tuttugu nöfn frægra -vísindamanna). Meðal
þeirra voru: Flammarion, 01. Lodge og Ch. Richet.
Hin sameiginlega skýrsla, sem er undirrituð af þessum.
mönnum, er mjög liógleg, en mjög ákveðin. Hún fullyröir að
fjarhreifi og útstreymisfyrirbrigði þau, er athuguð voru „verði
ekki skýrð á þann hátt, að þau geti verið hugarburður eða
skynvillur einstakra xnanna eða margra saman eða sjeu neins
konar öfgar.“
Allir þeir, sem undirrita, voru fyrirfram vantrúaðir. Sum-
ir gátu í fyrstu ekki dulið vantrú sína.
Skýrsla þessi mun því marka tímamót í sögu sálarrann-
sóknanna.
Eptir er, að jeg svari nokkrum algengum mótbárum.
Hin fyrsta er um hiö venjulega myrkur eða hálfrökkur í'
fundarherbergjunum. Það er satt, að birtan er til hindrunar
fyrir útstreymið. En á því er ekkert að furða sig. Birtan er
hvarvetna til hindrunar fyrir lífsmyndanir á frumstigi.
Það er kunnugt, að líffrymi í þróun eru í þroskastarfi
sínu meira og minna einangruð af þeim eðlisskilyrðum, sem
þau þroskast við, og það er almennt talið, að jurtagróðurinn
fari einkum fram á nóttunni.
En þess má líka geta, að það má fullkomlega æfa miðla
þannig — ef ráðið er yfir nægum tíma — að góð fyrirbrigði
fáist við næga birtu.
Tilraunafundimir með miðlinum Evu C. .. . hafa ætíð
farið fram við ljósbirtu. Sömuleiðis tilraunir sálfræðistofnun-
arinnar með miölinum Eusapiu og enn fremur fundir Schrenck-
Notzings og sálarrannsóknastofnunarinnar með Franck Kluski.
Á hinn bóginn gjörir Ijósið það ekki ónauðsynlegt, að
haft sje nákvæmasta eptirlit, þar sem sjónhverfingamenn starfa
í fullri dagsbirtu, en birtan er engu fremur nauðsynleg, þegar
eptirlitið er svo fullkomið, sem það hefir verið á síðustu til-
raunaflokkum vorum.
Þessi fyrsta mótbára leiðir aftur til annarar.
Það er sú, að allt megi gjöra með sjónhverfingum.