Morgunn - 01.12.1924, Síða 55
MORGUNN
165
Almenningur, og jafnvel menntaðir menn, gjöra sjer í
]>essu efni einkennilegar hugmyndir. An efa viríSast sjónhverf-
ingamenn geta gjört undur. En máttur þeirra á sjer þó mjög
ákveðin takmörk. Til að geta gjört góða sjónkverfingu, eru
þrjú skilyrði nauðsynleg, og þar af tvö hin fyrstu óhjá-
kvæmileg.
1° 'að sjónhverfingamaðurinn eigi frjálst að hreifa sig,
2° að hann hafi efni og útbúnað, sem þarf til að blekkja,
3° að hafa einhverja í vitorSi.
En hvað fer nú fram á tilraunafundum vorum ? Miðillinn
er færður úr öllu og klæddur í föt frá oss, eptir að hann fyrst
hefur verið skoðaður. Meðan fundurinn stendur yfir, er haldið
í báðar hendur hans, úlnliðir lians eru með innsigluðu bandi
festir við úlnliði hvors gæzlumanns. Eótleggir hans og fætur
eru óhreifanlegir. Hann hefir ekki umráð yfir neinu áhaldi,
neinu meðali til svika.
Hann hefur ekki getað beitt brögðum með herbergið, sem
hann aldrei kemur inn í nema á fundum. Anriars höfum vjer
af ásettu ráði iðulega slcipt um stað og beztu fyrirbrigðin hafa
gjörzt í eiginherbergjmn fjögra af oss, sem saman höfum unn-
ið. Um vitorð annara gat ekki verið iað ræða, því að dyr og
gluggar voru innsiglaðir.
Er átt við, aS einn eða fleiri af tilraunamönnunum sje í
vitorði? Þó að sleppt sje siðferðislegu hliðinni á því, þá væri
það í sjálfu sjer ómögulegt, þar sem allir viðstaddir hjeldu
hver í höndina á öðrum, liöfðu vörð hver á öðrum og voru
tengdir saman á úlnliðunum með stuttum læstum smákeðjum.
En þá kann enn að verða sagt: hvers vegna bjóðið þjer
ekki sjónhverfingamönnunum ?
Þetta er einmitt það, sem hefur verið gjört, mörgum sinn-
um. Eptir að Robert Houdin, konungur sjónhverfingamann-
anna, hafði verið á mörgum fundum, fór liann þaðan undrandi
ug staðfesti sanngildi fyrirbrigðanna. „Sjónliverfingaíþrótt
mín“, ritar hann, er ekki því vaxin að framleiða þau.“
Tveir nafnkunnir enskir sjónhverfingamenn, M. Dingwall
og Priee, hafa verið viðstaddir á tilraunafundum Schrenek-