Morgunn - 01.12.1924, Síða 60
170
MORGUNN
Ágrip af æfisögu eins sjúklingsins
í Laugarnesi.
Eg er fæddur 9. okt. ári’S 18G0 að BjarnastöSum í Hvít-
ársíðu. Foreldrar mínir voru vinnuhjú á Gilsbakka. FaSir
minn var ættaður norðan úr Eyjafirði. Ilann bét Stefán og-
var Jónsson. Annars veit jeg engin deili á honum. Móðir mín
bét GuiSi'ún og var Gunnarsdóttir. Iliin var ættuð af Akra-
nesi. Þau giftust ekki, en áttu tvo drengi aðra en mig. Ann-
ar þeirra dó í bernsku, en hinn er enn á lífi og heitir Magnús.
Er liann nft á Akranesi, kvæntur maður og hefir eignast þrjú
börn, sem eru upp komin.
Foreldrar mínir bjuggu ekki saman, sökum þess, að þau
voru fátæk. Drengirnir voru því allir fluttir á móðurhrepp-
inn. Eg var þeirra yngstur og var fluttur þriggja nátta, fá-
tækraflutning, sem kallað er, það er að segja: frá einum hrepp-
stjóra til annars. Þegar eg kom að Bæ í Bæjarsveit, stóSu
tærnar út úr reifunum, að því -er kona lireppstjórans sagði
mér síðar. Yar þó kalsa veður og frost.
Mér var komið fyrir á bæ* á Nesinu. Þar var eg, unz
eg var orðinn átta vetra.
Eg efast ekki um, að mér hafi liðið þar vel, unz eg var
fjögra ára. En úr því mun líðun m,ín liafa verið verri en
alment gerist. Þá fer eg fyrst að muna eftir mér. Og eitt
með hinu fyrsta, sem jeg man, er það, að eg gekk ávalt bcr-
fættur. Fötin, sem eg man eftir, voru einir buxnalarfar og
peysugarmur. Rúmið, sem eg svaf í, var lieybæli. Rúmfötin
voru: seglgarmur, sem eg lá í, og undir höfðinu hafði eg
torfusnepil.
E,g var látinn borða úr aski, er eg held, að eg megi full-
* Af skiljnnlegum ástæðum er þetta bæjnmafn og fleiri nöfn
ekki prentuð hér. — Ritstj.