Morgunn - 01.12.1924, Side 69
MOBöUNN
179
sín í skaflinum, mundi ekki vera nálægt mér og gæti vísað
mér veg yfir lækinn. Mér var ekki lífvænt, ef eg dytti í hann,
af því að hann rann þarna í stokknm. Þótti mér sem mér
væri vísuð leið sú, er eg ætti aS fara. Og er eg hafði gengið
þarna um stund, rak eg mig á húsvegginn. Þóttist eg þá
heppinn. Þetta var um miðja nótt.
Eg fór inn í húsið. Það var lambhús. Tóft var inni af
húsinu. Skreiddist eg inn í hana og settist við stálið. Það
hafði fent inn í hana og. lagði eg hendurnar þar í snjóinn.
En löng þótti mér biðin í tóftinni. Þegar fór að birta, sá
eg fyrst, hve illa eg var útleikinn. Iiendurnar voru líkari
hnöllum en höndum menskra manna og fóturinn hægri var
allur rifinn og sumstaðar inn að beini, kálfinn sundur tætt-
ur og tærnar þrjár, er eg liafði haft á hægra fæti, voru farn-
ar. Þær hafði kalið og svo brotnað af mér á skaranum.
Nú beið eg eftir sauSamanni fx*á Gilsbakka. Leiddist
mér mjög, hve lengi eg þurfti að bíða, því að langt finst
þeim, er bíður. Svo kom hann. Þótti honum undarlega bregða
við, er hann sá, að lambliúshurðin var að innan verðu. Kall-
aði hann þá inn í húsið og spyr, hvort þar sé fyrir draugur
eða maður. Eg skreiddist þá fram í garðann, og kvað hér
vera mann, og sagði honum, hvað eg hétL Hann kannaðist
við mig og kom inn í húsið. Síðan þaut hann heim, til þess
að segja húsbónda sínum frá því, að hann heföi fundið mann
hálfdau'San inni í húsunum. Var þá brugðið við og lagt af
stað. Maður var sendur með sauðamanni og liöföu þeir hest
með sér. Auk þess höfðu þeir sokka og vetlinga, mikla yfir-
höfn Og mjólk á flösku, til þess að geta hlynt að mér þarna
í húsinu, áður en lagt yrði af stað heim. Þeir vildu fara meS
mig heim, undir eins og þcir komu. En eg aftók það með
öllu. Vildi eg, að þeir gæfu fénu, svo að þeir þyrftu ekki
aö fara aftur, því að alt af var sami bylurinn. Þeir gerðu
það. Síðan var lagt af sta'ö. Studdi annar mig, en hinn teymdi
hestinn. Lá við sjálft, að við viltumst á leiöinni heim að bæn-
um, því að svo svai’tur var bylurinn og alveg í fangið. Við
komumst samt alveg slysalaust heim að Gilsbakka. Var mér
12*