Morgunn - 01.12.1924, Side 72
182
MOEGTJNN
aldrei ómagi. Leið því ekki á löngu, unz eg gat keypt mér
liest og hnakk og tvær kindur.
Um þetta kvað Eyjólfur skáld í Ilvammi:
Nú á sauð og nú á hest,
og nóg af kvennablíðu,
Sæmundur, sem manna mest
malar í Hvítársíöu.
„Frjálsa standið“ var minn bezti tími, er eg liföi uppi í
Borgarfirði. En frá þeim tíma fylgir mér undarleg og ang-
urblíð minning.
Eg hafði alt af haft kvennahylli, sem kallað er, hvar sem
eg kom. Konur og börn voru sjálfsagðir vinir mínir, að und-
anskildum örfáum konum, er eg hefi þegar minst á. En svo
var það ein stúlka, er eg kyntist, sem eg held, að mér hafi
þótt vænna um en nokkura aðra. Og eg held, að liún hafi
ekki að eins borið vinarhug til mín, heldur jafnvel hlýrri
tilfinningar. Reyndar vissum við bæði, aö hér gat ekki ver-
ið um tilvonandi hjúskap að ræða, sökum þess að eg var
fatlaður maður. En mennirnir eru menn, hvort sem þeir eru
hátt settir í mannfélaginu, eða á lægstu þrepum þess. Til-
finningarnar ganga ekki ávalt til skynseminnar og spyrja
hana ráða. Þær vilja einnig vera í „frjálsa standinu“, og
brjótast undan ofríki liennar.
Þess skal þegar getið, að okkur fór ekkert það á milli,
er talist getur hreint og beint til ástamála. En okkur greindi
ekki á um neitt. Yinátta okkar var sem falinn eldur ástar, ef
svo mætti aö orði kveða, — eldur, er átti að vera falinn
alla æfi.
Stúlka þessi var á öðrum bæ en eg. Svo var það einn
livítasunnudag, að eg fékk bréf frá henni, — eða undir henn-
ar nafni. Bréfið var skrifað í alt öðrum anda en eg hafði
búist viö. f því voru orð, sem mér sárnaði mjög, því að mér
var brugðið um það, er eg held, að eg hafi átt upp á aðra.
Þetta liafði þau álirif á mig, að mér leið verulega illa um
tíma. Enginn komst þó að því, hver orsökin var, nema stúlka,
er liafði lesið bréfið fyrir mig, því að þá var eg ekki svo vel