Morgunn - 01.12.1924, Qupperneq 76
186
MORGUNN
svo undarlega við, að mér heyrðist iðulega að gamla konan,
sem kendi mér kverið, og Einar sonur hennar, sem þá voru
hæði dáin fyrir mörgum árum, hvísla að mjer orðunum og
gerði eg stundum ekki annað fyrst í stað en að hafa upp
eftir þeim. Gamla manninn, er átti að segja mér til, furðaði
á því, hve vel mér gekk og hélt víst helzt, að eg kynni eitthvað
að lesa. Eg sagði honum, að eg væri hér ekki einn um, og
lét hann það gott heita. Yar eg orðinn svo vel læs, er eg var
hálffimtugur, að eg gat lesið húslestur og hafði eg mikla
ánægju af því, og það því fremur, sem eg fékk hinn bezta
vitnisburð hjá þeim, er hlýddu á húslestur minn. Hefi eg og haft
mikla ánægju af því að eg lærði að lesa. Það hefir orðið til
þess að eg hefi lesið margt fallegt bæði fyrir sjálfan mig og
■aðra.
Eg lærði nokkru seinna að skrifa. Og nú get eg skrifað
bréf, þótt skrift mín sé ekki fögur né regluleg réttritun á
bréfum mínum, því aö réttritun hefi eg ekki lært. Eg lagði
«kki kapp á að læra hana, af því eg var oröinn svo roskinn
maður, að mér þótti ekki taka því.
Eg er sannfærður um það, að eg hefði ekki lært að lesa
né skrifa, ef eg liefði ekki fluzt í Laugarnesspítalann, — enda
hefi eg lært þar margt gott, og er eg forsjóninni þakklátur
fyrir það, að hún lét mig flytjast þangað, þar sem eg hafði
1 raun og veru frá engu að hverfa.
Eg bar nokkurn kvíðboga fyrir því, er eg fluttist suður,
að eg mundi veröa vinalaus. En það hefir farið á annan veg.
•Guð hefir látið mig eignast marga vini, bæði innan húss
og utan.
Æfi mín er að vísu ekki glæsileg. Þó hefi eg öðlast þann
skilning, er sættir mig við lífið og dauðann, — þegar hann
kemur. Þarf eg þá að óska annars frekar? Allir menn, í hvaða
stétt eða stöðu, sem þeir eru, þrá í raun og veru að lifa
svo, að þeir þurfi ekki að lifa og deyja til ónýtis.
Og eg held, að eg megi segja, að mér sé það ljóst, til hvers
eg hefi lifað af liverja raunina eftir aðra og meira að segja
hvern lífsháskann eftir annan. Sá, sem stjórnar, stýrir öllu