Morgunn - 01.12.1924, Page 78
188
MORGUNN
Skygna stúlkan í Oxnafelli.
Margrét Jónsdóttir Thorlacius heitir hún, og er fædd
og upp alin í Öxnafelli í Eyjafirði. Hún er af hinni nafn-
kunnu, eyfirzku Thorlacius-ætt, bróðurdóttir séra Einars
Thorlacíus, prófasts í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. En í
móðurætt er hún mikið skyld skáldunum Páli J. Árdai og
frú Kristínu Sigfúsdóttur og litla skygna drengnum henn-
ar, Jóhannesi Pálmasyni, sem getið hefir verið um hér í
Morgni. Poreldrar hennar hafa átt 13 börn. Hún er sú 8. í
röðinni, en sú 5. af þeim 10, sem eru á lífi.
pað fyrsta, sem minst var á við mig í Eyjafirði, í nýaf-
staðinni ferð minni þangað, var þessi stúlka. Eg átti þá tal
við þjóðkunnan bónda, á leiðinni til Akureyrar. Ekki leyndi
það sér, að hann var sannfærður um, að stórmerki væru að
gerast í sambandi við stúlkuna, og hann sagði, að eg yrði
fyrir hvern mun að hitta hana.
En þetta var ekki nema upphafið á talinu um Möggu,
sem hún virtist alment kölluð í Eyjafirði. pað var eins og
hún væri á hvers manns vörum þar. Eg hygg, að menn tali
nú meira um hana í Eyjafirði en nokkurn annan mann. Og
altaf var sama viðkvæðið, að við hana yrði eg að tala.
Eg gerði það, tók mér ferð á hendur fram að Öxnafelli,
til þess að heimsækja hana og foreldra hennar. Hún er 16
ára gömul, há og þrekvaxin, hraust, og býður af sér bezta
þokka. Öllum bar saman um það, þeim, er eg átti tal við
um hana og voru henni nákunnugir, að hún væri einkar-
vönduð, sannorð og góð stúlka.
Plest af því, sem hér fer á eftir, sagði hún mér sjálf og
foreldrar hennar. Hitt er eftir frásögn mjög áreiðanlegs
vinar míns, sem er Margrétu nákunnugur og mikið hefir
talað við hana um dularreynslu hennar.
pegar hún var enn mjög ung, um fjögra ára, fór hún
að tala um ljós, er hún sæi á kvöldin í fjallinu fyrir oíant