Morgunn - 01.12.1924, Síða 85
MORGUNN
195
Hin sagan. er í bréfi, sem mjög merk og áreiðanleg
kona á Akureyri hefir skrifað hingað snður. Kafli bréfsins
um þetta >efni hljóðar svo:
„Ekki minkar trúin á þessum lækningahæfileika Möggu.
Bréfum rignir yfir hana úr öllum áttum og margir þykjast
sannfærðir um árangur. Nú nýskeð hefir hún hjálpað
barni ihér í Eyjafirði til lífsins, að því er foreldr-
ar barnsins segja. Barnið átti ekki eftir annað en skilja við,
var farið að kólna upp, og læknirinn, sem var nýfarinn frá
þvi, var búinn að gefa upp alla von. J>etta var þessi voða-
legi mænusjúkdómur, sem hér gengur. Faðirinn þýtur þá í
einhverju dauðans ofboði fram að Öxnafelli, þó að konan
aftraði honum frá því, og segði, að barnið mundi dautt, þegar
hann næði þangað. En hann fór samt, og það brá svo fljótt
við, að áður en hann kom heim aftur, hafði barnið risið upp
og beðið um mjólk að drekka, og síðan farið dagbatnandi.
þetta veit eg, að er satt, hverjum sem á að þakka batann“.
pegar leitað er til Margrétar um að lækna einhvern,
hvort sem það er gert munnlega eðá bréflega, biður hún
Friðrik að athuga sjúklinginn. Hann tekur því jafnan vel,
og kveðst gera það rétt á eftir, ef ástæður 'hans leyfa. En
stundum virðist henni hann hafa öðru að sinna í bráðina.
Ekki hyggur Margrét, að það skifti neinu máli, hvort sjúk-
lingurinn er fjarri henni eða nærri. Svo virðist, sem Frið-
rik vitji sjúklinganna tíðast um nætur. pó er það ekki al-
gild regla. Aldrei mun hann lofa að lækna, heldur að gera
tilraun, og ráðleggingar gefur hann sjaldan.
Sumir sjúldingar segjast finna, þegar hann vitjar
þeirra, og komið hefir það fyrir, að skygnir menn segja
sig hafa séð liann í lækningaferðum hans.
Eins og öllum mun skiljast, getur Morgunn ekki tekið
neina ábyrgð á því, sem hér að framan er skráð, að öðru
leyti en því, að rétt sé liermt það, sem mér var sagt í Eyja-