Morgunn - 01.12.1924, Síða 86
196
MORGUNN
firðinum, og «r aðeins lítið sýnishorn af því, sem fer manna
á milli þar nyrðra um þessar mnndir.
Eg efast ekki nm það, að stúlkan mun segja svo satt
og rétt frá því, er fyrir hana ber, sem henni er unt. Hitt.
er annað mál, hvort sýnir hennar fá ekki að sumu leyti
blæ af gamalli þjóðtrú, án þess að hún geti við því gert-
Um það hlýtur, að sjálfsögðu, hver að ráðá sinni skoðun,.
meðan það er ósannað, að huldufólk sé til, og líka ósannað,.
að það sé ekki til.
Og um lækningar Priðriks er það sama að segja, sem
um aðrar dularlækningar, sem fjöldi manna er sannfærður
um, að séu að gerast einmitt um þessar mundir hér á landi.
Örðugleikinn er sá, að fá sannanir í því máli, með eða móti.
Mér virðist, sannast að segja, að oss beri skylda til
að gera verulegar tilraunir til þess. pegar brezku fræði-
mennimir stofnuðu Sálarrannsóknafélagðið í Englandi
fyrir 42 árum, viðurkendu þeir, að það væri hneyksli, að
þúsundir á þúsundir ofan af áreiðanlegum mönnum full-
yrtu, að hinir furðulegustu dulrænir atburðir væru að ger-
ast, og vísindamennirnir gætu ekkert um það sagt af þekk-
ingu, hvort þetta væri veruleikur eða einber blekking. Mér
finst nokkuð líkt um þetta lækningamál. Pjöldi manna hvar-
vetna um heiminn, og engu síður hér á landi en annars-
staðar, er sannfærður um lækningar, sem líkjast krafta-
verkum, lækningar, sem gerast meði alt öðrum hætti en nú-
tíðarvísindi stofna til. En altaf er um það deilt, hvort þetta
sé hugarburður einn.
Er ekki til einhver mikilsmetinn og áreiðanlegur lækn-
ir, sem í rannsóknarskyni vill takast á hendur samvinnu
við þá menn, sem menn hafa trú á að dularlækningar stafi
frá? Sá læknir yrði auðvitað að geta gert það með samúð;
en enginn ætlast til annars en að rannsóknin færi fram með
fullri gagnrýni.
En hvað sem þessu líður, getur naumast hjá því farið,
að þessi unga stúlka í Öxnafellí sé gædd miklum sálrænum