Morgunn - 01.12.1924, Side 88
198
MORGUNN
Orðheldni.
Þegar eg var við háskólanám mitt í Kaupmannahöfn
kjmtist eg íslenzkum kaupsýslumanni, sem var þar á vetrum, en
heima á íslandi á sumrin. Ilann hafði skrifstofu í Höfn á vetr-
um, og eg kom þar oft til hans. Hann bauð mér stundum til
kveldverðar heima hjá sér, ef konan hans var við svo góða lieilsu,
að hún gæti tekið á móti gestum. Þessi kona, sem eg vil kalla
frú H., var gáfuð kona, trúræknari en nokkur önnur mann-
eskja, sem eg hefi kynst; hún var run fertugt eða yfir fertugt,
og alveg heilsulaus að jafnaði. Hún mun brátt hafa fundið,.
að eg var enginn trúmaður í þá dagfa, og mun liafa sett sér-
það í fullri alvöru, að gera mig trúaðri á annað líf, en eg var.
Ekki trúði hún á upprisu holdsins, og þótti sú trú vera fjar-
stæða, en svo rótgróna trú hafði hún á lífið eftir dauðann, að
hún sagði, að ef við vissum, hve gott væri að vera hinu megin,
þá mundi alt mannkynið drýgja sjálfsmorð til að komast þang-
að. Þegar eg kom heim til þeirra lijónannla, þá byrjaði liún
ávalt á þessu sama, að reyna að sannfæra mig um, að annað
líf væri eftir þetta. Eg færðist dyggilega undan að trúa því„
án þess nokkuru sinni að særa liennar skoðun.
Síðustu dagana í júlí 1874 fóru íslendingar í Höfn að
undirbúa dýra miðdegisveizlu á „Skotbrautinni", og var
veizlan gerð til að halda þjóðhátíðina í Höfn. Þeir, sem fyrir
veizlunni stóðu, ákváðu að kvenfólk fengi ekki að vera þar.
Frú Ingibjörg Sigurðsson fékk ekki þar að koma, auk heldur
þá aðrar. Þetta þótti sumum íslendingum súrt í brotið, og
konum þeirra ekki síður. Eftir að hafa borið mig saman við
Eirík Jónsson og Benedikt Gröndal, fór eg af stað og hitti að
máli það íslenzkt kvenfólk, sem við mundum eftir, og vissum
einliver deili á, og spurði, hvort það vildi ekki taka þátt í skóg-
arför 2. ágúst. Þv-í var vel tekið. í þeim leiðangri kom eg til
Jakobsens systranna, og bar upp erindið við þær, og þar var
þá frú H. Maðurinn hennar hafði komið henni þar fyrir um