Morgunn - 01.12.1924, Side 90
200
MORGUNN
„Hvað er að 1 Er kviknað í Regensen? Það hlýtur að vera
eittlivað alvarlegt, þegar kvenmaður kemur inn á Garð um
liánótt." Þetta hlaut að vera alvarlegt; eg bað þann, sem barði,
að koma inn. Þar kemur frú H. klædd eins og hún var um
haustið 1874, þegar eg mætti henni síðast á götunni. Hún var
með svartan stráhatt, og sVarta blæju fyrir andlitinu, sem hún
lyfti upp á hattbarðið; liún var í svartri yfirhöfn hnésíðri,
sem var skorin inn um mittiiS, á grænu pilsi og mieð svarta
hanska á höndunum. Jeg varð ákaflega liræddur við hana, og
reis upp á vinstri olbogann til að verja mig með hægri liend-
inni. Fyrir framan mig var ferkantaö borð nokkuð þungt, og
eg sneri fótunum a'S dyrunum, sem hún kom inn um. „Þá er
eg komin", segir hún heldur mæðulega. Eg hafði ekki augun
af benni, og velti svarinu á tungu mér, því að eg vildi ekki særa
hana. Eg sagði: „Eg hugsaði ekki að fólk kæmi aftur þaðan,
sem þér nú eruö.“ Það stóð ljóst fyrir mér, að þessa konu
hefði eg sjálfur boriö til grafar. ,,Jú, það er þó svo, og nú er
eg komin til að sanna yður, að annað líf er til.“ Iíún geklc
upp með borðinu, en þegar eg hafði ekki augun af henni, geklv
liún niður með því aftur, og gerði þar eitthvað, meðan hún
sneri bakinu að mér. Þá gekk hún upp meS borðinu aftur,
svo það var á milli okkar eins og áður. Þegar hún var komin
upp með því á móts við brjóstiö á mér, þá sneri hún vinstri
hliðinni að mér, og þegar liún sá, að eg liafði ekki augun af
henni, og var reiðubúinn til að banda lienni frá mér, þá rétti
hún út vinstri liöndina, — sem þá var hanskalaus. — Hand-
leggurinn náði ekki lengra, en miðja vegu yfir borðið, en
liann lengdist eftir þörfum, þangað til að hún studdi tveimur
fingrum á skyrtubrjóstið mitt, og eg lá magnlaus undir þeirri
mestu martröð, sem eg minnist að liafa fengið. Undarlegt var
samt, að undir fingurgómunum á henni fann eg til einhverra
þæginda, þó að mér liði ákaflega illa undir martröðinni alstaðar
annars staðar. Eg skildi þetta svo, sem hún ætlaði samt ekki
að gera mér mein, þó að hún léti kenna á nærveru sinni. Eftir
langa mæðu gat eg hreyft mig, og rifið mig upp úr martröðinni,
og þá sá eg, hvar hún gekk út úr dyrunum við fæturna á mér.