Morgunn - 01.12.1924, Síða 91
MORGUNN
201
Mér fanst þetta vera fullkomin valca, en hafi það verið
draumur, sem vel má vera, þá var það sá ljósasti, skýrasti og
átakanlegasti draumur, sem mig liefir dreymt. Eg þaut upp
í rúminu, og tók tréhlerana, sem voru fyrir gluggunum, frá
þeim. Klukkan var að ganga 4 um morguninn, og bjartur
dagur úti. Eg liafði fengið nóg af nóttinni og lagðist ekki
aftur til svefns, og næstu nótt ætlaði eg ekki að þora að sofna,
svo kræddur var eg um að liún kynni að koma aftur. Mig liefir
aldrei dreymt frú H. hvorki fyr né síðar.
10 árum síðar gekk eg á götu í Reykjavík með síra Þór-
lialli Bjarnarsyni, er síöar varð biskup. Hann mintist á þenn-
an draum, og hafði heyrt um hann getið, þó að eg segði hann
að eins einum eða tveimur vinum mínum. Síra Þórhallur sagði
mér að við hefðum aftalað, inni hjá Jakobsens systrunum, frú
H. og eg, að það okkar, sem fyr dæi, skyldi láta hitt vita um
tilveruna hinu megin, og þá mundi eg alt í einu að þetta hefð-
um við gert, og líka livað frú H. sagði, þegar við höfðum
bundið þetta fastmælum. En það voru þessi orð: „Það verður
nú líklega eg sem fæ að ómaka mig“. Síra Þórliallur hafði
órækt vitni að þessum samningi okkar ; vitnið var konan hans,
og hún var við, þegar það gerðist. — Að eg gleymdi þessu öllu
algerlega er ekki svo undarlegt; eg hafði í þá daga enga trú á
því, að slík loforð væri unt að halda.
Indriði Einarsson.