Morgunn - 01.12.1924, Qupperneq 95
M ORGUNN
205
til sjúkraliúss. Við stígum inn í vagninn og ökum þangaö.
Þar hittum við engan lækni; fórum við því kl. 10 um kvöld-
iS til dr. Zagórskí, augnlæknis í Rzeszów. Læknirinn gerir-
augu okkar tilfinningarlaus með kokaíni og skolar þau því
næst með vatni, til þess að ná sandinum úr þeim. Þessi við-
gerð tók all-langan tíma, svo að við gátum ekki farið frá
lækninum fyr en um miðnætti. Ifann spurði oldrnr, liver liefði.
gert okkur þennan óskunda, en vi‘S þögðum — og sögðum
eldvi til, hver vtaldið hefði, til þess að menn héldu ekki, að.
við værum einhverjir afglapar.
[Haraldur Níelsson þýddi, eftir þýzku handriti höfundarins].
Dr. Gustave Geley látinn.
pegar verið var a'S ljúka við þetta hefti Morguns barst hingað-
sú fregn, að Dr. Geley, forstöðumaður sálarrannsóknastofnunarinn-
ar, „Institut Métapsychique Intemational' ‘, í París, væri látinn.
Hann var á leið frá Varsjá heim til sín í loftfari, hafði verið að
leita fyrir sér þar eystra um miðla handa stofnun sinni, og árang-
urinn verið góður. En rétt fyrir utan Varsjá féll loftfarið til jarð-
ar, og Dr. Geley og fiugstjórinn, sem voru tveir einir í farinu,
fórust báðir. Rétt eftir heimkomuna ætlaði hann yfir til Englands
til þess að rannsaka hina sálrænu ljósmyndatöku í stofnun McKenzie-
hjónanna, „Psychic ColIege“. En þat> var þá önnur ferð, sem fyrir
honum lá! Dr. Geley varð á nokkmm síðustu árum heimsfrægur mað-
ur fyrir sálarrannsóknir sínar. Vísindalega hliSin á málinu var hon-
um jafn-hjartfólgin og heimspekilega hliðin. Hann var læknir, þang-
að til hann fór að leggja fram allan tíma sinn og alt sitt starfsþrek
til þessarar nýju vísindagreinar.