Morgunn - 01.12.1924, Page 107
MORGUNN
217
Tveir fundir í Tilraunafjelaginu.
Almennur sambandsfundur í Tilraunafélaginu 8. júnf 1909»
Tilhögun og undirbúningur.
1. Netið var spent milli áhorfenda og miðils. Guðm. Hann-
esson læknir hugði að, hvort traust væri og heilt. Reyndist svo.
(Möskvastærð svo, að hönd kemst ekki í gegn). Þegar miö-
illinn og aðrir, er sátu fyrir innan netið, voru ltomnir í gegn
um rifuna á netinu, var hún reimuð saman. Björn Kristjáns-
son kaupmaður og Gísli Pétursson lælmir löklcuðu svo endana.
Innan nets sátu auk miðils 2 til þess að gæta að miðli
(Skafti Brynjólfsson frá Winnipeg og Har. Níelsson) og 2,
er athuga skyldu braut lýsandi bands, ef það hreyfðist (Gísli
Pétursson og Guðm. Hj'annesson). Húsgögnum var skipað eins
og sýnt er á mynd.
Innan t rœðustól (dyr X) var látinn einn lúður (blikk-
trekt opin) og opin convolutta með lýsandi bandi. Á stóra
borffinu lá citar og á hann var fest lýsandi band ca. 3”
langt; enn fremur var einn lúður settur á það.
Á litla borffinu (8) lágu nokkrar pappírsarkir og blýant.
G. H. og G. P. athuguðu, hvort óskrifaðar væru og merktu
2 efstu (rifu horn af og geymdu).
Veggskápur ekki atliugaður í þetta sinn. Húsrúmið alt
innan nets atliugaði G. H. (og G. P.) eftir því sem þeir
gátu á stuttum tíma. Ekki þó mjög nákvæmlega. Enginn
grunsamlegur lilutur sást eða nývirki.
Fundarbyrjun.
Sunginn sálmur og spilað á hai-móníum. G. H. heyrði
kvenmannsrödd syngja. meff innan nets eftir að miðill var
sofnaður. Spilinu var þá haldið áfram dálitla stund, meðan
miðill var að sofna fastara („dýpra ástand“).