Morgunn - 01.12.1924, Page 115
MORGUNN
225
Miðli var ekki haldið, en eg tel vafalaust, að hann hafi verið
framan við og heldur til vinstri vi'S ræðustól (andardráttur,
rödd hans, ekkert skóhljóð á gólfi).
Rétt á eftir heyrðust fleiri högg á vesturhlið niður und-
ir gólfi eða neöarlega á vegg nálægt harmoníinu eða jafnvel
rétt á bak við mig. Mér virtist hristingur á þilinu, en fullyrði
það ekki. Högg þessi voru að heyra úti, svo óskaS var að
senda mætti mann til að aðgæta þetta. Rétt í því að hann
leit út úr dyrunum og sá meðfram húshliðinni, var högg
barið, en hann sá engan. Miðillinn gat alls ekki komist nálægt
hliðinni, án þess að vart yrði og var inni á gólfi, að því eg
vissi, nálægt ræðustól.
Eftir fund urðum við þess varir, að með því að kippa
í netið mátti mynda lík högg með efsta hluta netlistans, sem
skrúfa hafði bilað úr, svo að hann gat togast lítið frá veggn-
um og skollið aftur. Þessi högg voru lík, en að því er mér fanst
ofar en hin. Eg get ekkert fullyrt um þetta, en öllum heyrð-
ust höggin úti. Eg er þó efablandinn um, að höggin hafi
stafað af hreyfingu á listanum. — Við fundarlok innsigli
netsins óskemt.
Skrifað eftir blýantsuppkasti á fundi og lítið eitt eftir
minni. 12. cg 13. júní.
Eg hafði látið í fundarbyrjun sömu convoluttu með lýs-
andi bandi í ræðustólinn og fyr (undir bollabakka sem lá
þar) auk þess sem kefli með lýsandi tvinna var í lúðuropinu.
Tvinnakeflið lá í ræðustól, en lúðurinn fluttist þaðan. Convo-
luttan óhreyfð. Límið blautt sem fyr. í húsinu er megn raki.
Hann hlýtur að vera orsökin.
Ouðm. Hannesson.
Hér með vottast að ofanrituð skýrsla er nákvæmlega rétt.
S. B. Brynjólfsson. Gróa Brynjólfsson.
15