Morgunn - 01.12.1924, Page 118
228
MORGTJNN
annan heim, heldur líka áreiSanleg vitneskja um þaö, hvernig
fyrstu tilverustigum mannanna eftir andlátið sé háttað, og:
hve náið samband sé milli þess, hvernig mönnum líði á þeim
tilverustigum og hvernig þeir hafi lifað hér á jörSunni. Þessa
vitneskju telur hann aS minsta kosti svo greinilega, að vel megi
viS það una. Og hann telur það afar-áríðandi mönnunum
aö veita þeirri vitneskju viötöku, hvort sem litið sé til far-
sældar þeirra í þessum eða öðrum heimi; þennan boðskap sinn
flytur hann af hinni mestu mælsku, sannfæringarvissu og
skörungsskap. Ilann lagði út í lífið bláfátækur, en hafði orðið
svo efnaður af ritum sínum, áður en hann tók málefni spíri-
tismans að sér, að hann hefir getaö gefið þvi málefni allan
ágóðann af fyrirlestrum sínum. Og sá ágóði nemur miklu fé.
Ilugnæmt er að gefa gætur að því, hve mis-
Sir Arthur jafniega menn líta á þær viðtökur, sem sál-
kappsmaður.
arrannsóknirnar og spíntisminn fá. Auðsjá-
anlega fer þaö eftir sltapferli mannanna. Sir Arthur virðist
vera kappsmaöur og örlyndur, og bersýnilega er hann dálítið
óþolinmóður í þessu efni, eins og menn sjá á ritgjörð hans x
þessu hefti. Hann heldur, „að vonlaust sé um æðri stéttirnar
svo nefndu og lærdómsmennina. Með fáeinum ágætum undan-
tekningum eru þessir menn þunglamalegir í anda, eigingjarn-
ir, latir og andlega svefnsjúkir,“ segir hann. Miðstéttirnar
„fjörugri, og samt eru þær daufar og sokknar niður í efnis-
hyggju. Blöðin hafa kaffært sig í fáfræöi og hleypidómum
og líta aðallega á málið sem ríkulega uppsprettu fyrir æsandi
vitleysugreinir.“ Oss kemur ósjálfrátt á hug lýsing Páls post-
ula á Kríteyingum — enda er þaö ekki í þessu efni einu, að
Conan Doyle svipar til Páls.
En svo eru aðrir, sem eru Conan Doyle sam-
Oðram fmst alt m£]a j aðalatriöunum, en leggja álierzlu á
ganga vel. ... ,
það, hve mjög spíritisminn sé aö eflast. Þeir
benda á þaö, að þó að æskilegt væri, að blöðin bæru meira
skyn á málið, þá sé þó afstaða þeirra til þess gjörólík því,
sem hún var fyrir t. d. 20—30 árum. Þá var það ekki rætt,
en einstöku sinnum kastaö að því háði og skömmum. Nú er