Morgunn - 01.12.1924, Blaðsíða 129
MORGUNN
239
ar hann átti eftir svo sem faðm að mér, varö eg hræddur
ng stanzaði og kallaði í Ágúst. Við það varö Guðjón alvar-
legur og horfði fast á mig, og svo var meðan Ágúst hélt ut-
an mn mig. Hann var í engu breyttur, nema hárið var nokk-
uð meira en eg átti von á, en með réttum lit. Fatasniði hefi
<g gleymt eða tók ekki eftir. Þegar eg hafði horft á hann
4—5 mínútur, dofnaði myndin og hvarf svo að segja á svip-
.stundu, en um leið fékk eg máttinn og mátti mæla, sem mér
var ómögulegt á meðan eg horfði á hann.‘ ‘ —
Að þessu loknu hættu þeir leitinni, enda var Ásgeir full-
viss um afdrif Guðjóns. Næsta morgun var Ásgeir fullviss
um, að bróSir sinn mundi finnast um daginn, án þess hann
vissi, hvernig hann öðlaðist þá vissu. Þann dag fanst lík
Guðjóns.
Geta má þess, að Ágúst hafði ekki gætt að því, að fing-
ur hans féllu ekki vel saman, þegar hann tók fyrir augu Ás-
geirs, svo að hann gat alt af séð bróður sinn milli fingra
Ágústs.
Ágúst fullyrðir, að tíminn, sem Ásgeir var hreyfingar-
laus og máttlaus, hafi alls ekki verið styttri en Ásgeir segist
liafa horft á bróður sinn.
Múla á Landi.
Guðm. Árnason.
,. •' T s
■ > • ;■* ■