Morgunn - 01.12.1954, Síða 3
Úr ýmsum áttum.
Eftir ritstj.
★
Síðari hluta júlímánaðar á liðnu sumri komu norrænir
spíritistar saman til þings í Helsingfors, höfuðborg Finna.
Hafði stjórnarnefnd norræna spíritistasambandsins ósk-
að þess, að fulltrúar frá Sálarrannsókna-
piritis a mg féjagi jsian(js sendu fulltrúa á þingið, og
, ,°.r ,U.r au a ennfremur óskað þess, að forseti S.R.F.I.
i Helsmgfors. „ ... ... , ... , . . .
flytti ermdi um spiritismann og kirkjuna.
Þess hafði verið óskað áður, að S.R.F.I. gerðist meðlimur
Norræna spíritistasambandsins, en nokkur töf hafði orðið
á því, og einkum vegna þess, að Sálarrannsóknafélag ís-
lands á ekki að öllu samleið með spíritistum á hinum
Norðurlöndunum, þar sem hreyfingin hefur á sér allmikið
trúarlegt snið og rekur miðlastarfsemi, sem íslenzku for-
ystumönnunum hefur ekki getizt alls kostar að. Þó þótti
stjórn S.R.F.Í. ekki rétt að sitja hjá lengur án þess að
rétta bróðurhönd samherjunum, þótt eitthvað kunni að
skilja um starfsaðferðir og skilning. F. h. S.R.F.I. sóttu
þingið forseti félagsins, séra Jón Auðuns, og ritari þess,
frú Soffía Haraldsdóttir.
Fyrsta dag þingsins fluttu fulltrúar Svíþjóðar, Finn-
lands, Islands og Danmerkur ávörp, og mælti þar fyrir
Islendinganna hönd frú Soffía Haraldsdóttir. Var gerður
hinn bezti rómur að máli hennar og hefur ávarp hennar
- , , þegar verið birt í spíritistablöðum á Norður-
Ia a. a löndum. Forseti S.R.F.Í. flutti tvo fyrir-
lestra á þinginu, og var hinn fyrri um spírit-
ismann og kirkjuna. Var hann opinn almenningi og flutt-
ur fyrir miklu fjölmenni. Hafði stór og fagur fundarsalur
6