Morgunn


Morgunn - 01.12.1954, Síða 19

Morgunn - 01.12.1954, Síða 19
MORGUNN 97 og fjárhirðarnir komust hina fyrstu jólanótt. Þeir hinir sömu sinna og oftast fremur lítið boðskap jólanna, nema þá fyrir siðasakir, af því að tízkan hefur kennt þeim að gera það, til þess að vera eins og aðrir. Þeir hafa ekki rúm hvorki fyrir englana né Jesúm sjálfan. Allt þetta minnir oss á orð Krists, þau er fremst standa í fjallræðunni: „Sælir eru andlega fátækir, því að þeirra er himnaríki“. Það, sem hann nefnir andlega fátækt, er eitt af aðalskilyrðunum til þess að vera fær um að standa í sambandi við annan heim. Fjárhirðarnir voru andlega fátækir, fyrir því voru hinar himnesku hersveitir sendar til þeirra. En fjárhirðarnir, sem vaka um nótt úti yfir hjörð sinni, geta og verið oss ímynd annarra manna. Jesús nefndi sig sjálfur hinn góða hirðinn, og hann talaði um sauði sína. Hann kvartaði um það, að lýðurinn á hans dögum væri sem hjörð án hirðis, þrátt fyrir alla leiðsögu prestanna, sem þá voru. Og hversu oft reynast ekki hinir lögskipuðu hirðar ófullnægjandi. Þeim hættir svo við að halda hjörðinni of lengi á sama stað, þeir hugsa of lítið um að leiða hana í nýtt og grösugt haglendi, þegar hið gamla er upp urið. En alltaf vekur drottinn þá einhverja aðra menn upp meðal þjóðanna til þess að vaka yfir hjörðinni; þeir vaka, þegar aðrir sofa; þeir hugsa og þreyja það, að aftur eldi; þeir bíða eftir bjartara degi. Þeir standa á varðbergi, hljóðir og þolinmóðir. Þeir bera smælingjana fyrir brjósti, alla bina hrjáðu og undirokuðu, hina mæddu og sorgbitnu. Og til slíkra manna koma ávallt englar Guðs. Bezta skilyrðið til þess að við getum haldið áfram að lifa ævintýralífi því, sem hér er um að ræða, er að hafa hugarfar fjárhirðanna. Annars verðum vér naumast fyrir valinu. ¥ Það atriðið í frásögu jólaguðspjallsins, sem ég hugsaði mest um, þegar ég var barn, voru orðin: „og birta drott- 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.