Morgunn


Morgunn - 01.12.1954, Page 20

Morgunn - 01.12.1954, Page 20
98 MORGUNN ins ljómaði í kringum þá“. Ég var að velta því fyrir mér, hvernig „birta drottins" mundi vera. Ekki fannst mér hún mundi vera eins og dagsbirtan eða sólarljósið, og því síður eins og lampaljósið. Helzt hugsaði ég, að hún mundi vera eitthvað lík tunglsljósi, fögru tunglsljósi; yfir því fannst mér vera einhver hrífandi töfrablær, eitthvað ævintýra- kennt við það. En ég gerði mér jafnframt í hugarlund, að „birta drottins" hlyti að vera enn skærari en hið bjartasta tunglsljós. „Og birta drottins ljómaði kringum þá“. Nú er ég sann- færður um, að ég hef séð „birtu drottins“, að „birta drott- ins“ hefur Ijómað kringum okkur í ævintýraleit okkar í Tilraunafélaginu. Við höfum orðið fyrir þeirri miklu gæfu að sjá mann úr öðru lífi standa fyrir framan okkur í hvít- um klæðum í skínandi ljósi, sem kveikt er í öðrum heimi. Það ljós er „birta drottins“. Og það þráum við mjög, um það biðjum við heitt, að sú birta megi enn oft ljóma kring- um okkur. Það ljós birtist ekki nema í bili, fáein augna- blik. Sama hefur og án efa verið um birtu drottins á Betle- hemsvöllum. En sá, sem eitt sinn hefur séð þá birtu, sann- færzt um það ljós, um hann Ijómar birta drottins í æðri skilningi upp frá því, svo að honum verður aldrei dimmt fyrir augum. „Og birta drottins ljómaði í kringum þá“. Ljómar hún ekki kringum okkur? Læsir hún sig ekki gegnum allt myrkur hins jarðneska lífs? Birtir ekki alls staðar? Birtir ekki yfir eymd og fátækt mannanna, þegar ljóma drottins leggur þangað? Leggur ekki birtu inn í sjálft sorgar- myrkrið? Hverfur ekki jafnvel dimma dauðans? Hvað sjá- um vér í birtu drottins? Ásvini vora standa þar í ljóman- um, skrýdda hvítum klæðum, orðna að englum Guðs! Og er það ekki fylling fagnaðarins og sælunnar? Hugsið þið ykkur muninn á því og að standa yfir gröf þeirra með tómt sorgarmyrkrið fram undan sér og einhverja óljósa von, sem aldrei kemst hærra en að verða blaktandi ljós, sem við erum að berjast við að láta ekki slokkna í næð-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.