Morgunn - 01.12.1954, Page 30
Thit Jensen, rithöf.:
Spíritisminn — Guðsgjöf.
Erindi, sem hinn frægi rithöfundur, frú Thit Jensen flutti
í Stokkhólmi 4. nóv. 1953, fyrir fjölmennum áheyrendahópi.
★
Ég er spíritisti. Ég býð yður öll velkomin, yður öll, sem
komið hingað til að heyra talað um sameiginlegt áhuga-
mál vort, yður öll, sem spyrjið: er eitthvað til í spíritism-
anum, sem unnt er að lifa á, eða er hér aðeins um ímynd-
un auðtrúa fólks að ræða? — já, yður öll, sem komið hing-
að af forvitni. Því að forvitnin fær menn til að leita og
fyrirheitið gamla stendur enn: leitið og þér munuð finna.
Sjálf hef ég verið forvitin, og forvitni mín hefur svarað
kostnaði. Hún greiddi veg nýjum hugsunum og leiddi til
þess, að ég fann verðmæti, sem urðu mér ómetanleg í rit-
höfundarstarfi mínu og einkalífi.
Af ráðnum huga klæðist ég í dag eldrauðum kjóli, en
ekki svörtum prestaklæðnaði, því að ég vil leggja áherzlu
á, að spíritisminn er gleðiboðskapur. Ef ég væri að tala
um eitthvað sorglegt, mundi ég klæðast svörtu, en erindi
mitt um líf á öðru tilverusviði gefur ekki tilefni þess. Það
er hægt að segja, að það sé sorglegt að missa ástvini sína
í dauðann, en vér höfum ekki misst þá. Maður missir aldrei
þann, sem maður elskar. Þar sem kærleikurinn ræður, er
aldrei um algeran aðskilnað að ræða. Ég elska engan eins
mikið og móður mína, og hún bíður mín. Það veit ég vegna
þess, að ég hef talað við hana síðan hún fór af jörðunni.
Ég fæddist í spíritistaheimili og ég gekk út í lífið sem
sannfærður spíritisti. Alla ævi hef ég haft ástæðu til að