Morgunn


Morgunn - 01.12.1954, Side 31

Morgunn - 01.12.1954, Side 31
MORGUNN 109 vera þakklát fyrir það, að ég fékk að byrja jarðlífið fá- tæk að fjármunum, en rík að andlegri hjálp. Snemma fékk ég fyrstu reynslu mína fyrir andlegri handleiðslu. Æskuheimilið mitt var fjölmennt, þar voru mörg börn og mikill hávaði. En þeim fáu stundum, sem ég átti frjálsar, varði ég oft til þess að ganga út í kirkjugarð- inn, og þar settist ég á bekk við gröf litlu systur minnar. Þá sagði rödd skyndilega við eyra mitt: „Beindu athygli þinni að vissum punkti, að þúfu eða hóli. Einbeittu auga þínu að þessu, þangað til þú sér ekkert annað og heyrir ekkert“. Og mér tókst þetta. Stundum tók það lengri, stundum skemmri tíma, en mér tókst það æfinlega að lokum. Nú segja menn kannske, að röddin hafi látið mig falla í trans. Ég vissi ekkert um það þá. Þessi rödd setti svip sinn á líf mitt, en hún krafðist skil- yrðislausrar hlýðni af mér. Hún krafðist af mér mikillar þekkingar, alvöru og einlægni. „Þú verður að lesa mikið, hugsa mikið, lesa erfiðar bækur, iðka þær eins og andlega leikfimi. Heili þinn verður að rúma margt. Þú ert verk- færi okkar“. Og ég hlýddi þess. T. d. sökkti ég mér niður í heimspeki Höffdings, unz mér fannst höfuð mitt vera að springa. Og röddin krafðist af mér alvörugefni. En, Guði sé lof, ég er líka glaðlynd mannvera. Því að þótt alvaran sé innsta eðli manns, er oss einnig gefinn hláturinn til að gleðja ná- unga vorn. í hinum fjölmörgu fyrirlestrum, sem ég hef flutt um dagana, hef ég notað hláturinn af ráðnum huga. Því að þótt blaðamennirnir, sem sögðu frá fyrirlestrum mínum, væru mér ósammála um meginatriðin, urðu þeir samt að segja: „Það má hún eiga, að leiðinleg er hún ekki“. Og þess vegna fékk ég nógu marga áheyrendur til að greiða hugsjónum mínum veg, þeim hugsjónum, sem menn hlógu þá að, en lifa nú eftir. Næst, þegar ég komst í náið samband við andaheiminn, stóð svo á, að ég var mikið veik. Skæð barnaveiki gekk í

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.