Morgunn


Morgunn - 01.12.1954, Side 32

Morgunn - 01.12.1954, Side 32
110 MORGUNN landinu. Ég var flutt úr svefnherbergi mínu í svefnher- bergi foreldra minna á neðri hæð hússins. Þar sat ég í stól og var vafin í sjöl. Þá heyrði ég og sá engil standa við hægri hlið mína — og ég held, að þessi engilmynd, sem andi birtist mér í, hafi verið veruleiki. Ég sá þetta svo glöggt, að ég hefði getað teiknað myndina. Greinilega sagði þessi háleita vera við mig: „Vertu ekki hrædd, þú átt ekki að deyja“. Þetta kom eins og svar við innri ótta, sem ég bar, því að ég hafði heyrt talað um mörg börn, sem höfðu dáið úr veikinni. Sjúkdómurinn leiddi mig nær dauðanum. Móðir mín var örvílnuð. Ég var elzt dætra hennar. En hverju sinni, sem hún beygði sig niður að mér til að gefa mér meðalið, heyrði hún mig segja: „Mamma, þú mátt ekki vera hrædd, ég dey ekki“. En einn daginn sagði læknirinn: „Nú getur ekkert bjargað henni, hún hlýtur að deyja í nótt“. Þá gekk móðir mín fram fyrir auglit Guðs og hún var máldjörf við skapara sinn: „Ég hef annazt öll börnin mín, sem þú gafst mér, eins vel og ég hafði nokkra krafta til, en takirðu hana frá mér, verður þú að taka mig líka, því að þá get ég ekki meira“. En þegar móðir mín kom aftur að sjúkrabeði mínu, þótti henni sem heyrði hún Guð tala í sótthitaorðum mínum: „Þú mátt ekki vera hrædd, hún deyr ekki“. Og ég lifði, og ég trúi því, að háleita veran, sem birtist mér í engilslíki, hafi verið sendiboði Guðs, sem kom í tæka tíð til að halda uppi viðnámsþreki margreyndrar móður minnar. Þegar ég komst næst í samband við andaheiminn, fékk það mér hræðslu. Og það er í eina skiptið, sem ég hef orðið hrædd við boðbera frá öðrum heimi. Mánuðum saman stundaði égsjúkan bróður minn. Hann vissi, og ég vissi, að hann gat ekki lifað, og við töluðum saman um líf og dauða, og við gerðum þann samning með

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.